Nefndasvið Alþingis
Austurstræti 8 - 10
150 Reykjavík
Reykjavík, 3. desember 2007
Efni: Umsögn um frumvarp til laga um kjarasamninga opinberra starfsmanna, 46. mál, aðild að stéttarfélagi.
Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga (FÍH) þakkar beiðni um umsögn um frumvarp til laga um kjarasamninga opinberra starfsmanna, 46. mál, aðild að stéttarfélagi.
Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga tekur undir umsögn Bandalags háskólamanna (BHM) dags. í dag, um frumvarpið. Í umsögn þeirri er áréttaður vilji BHM til að vinna að heildarendurskoðun umræddra laga og varað við því að tína eitt og eitt atriði út úr lögunum. Vísað er í starfshóp sem myndaður var desember 2002 en sá starfshópur lauk ekki störfum. Þá er í umsögn BHM leiðréttur miskilningur varðandi innihald kjarasamninga og vísað í minnisblað fjármálaráðuneytis frá febrúar 2000 þar sem afdráttarlaust er komist að þeirri niðurstöðu að ákvæði 2. mgr. 7. gr. laganna samrýmist ákvæðum stjórnarskrárinnar um félagafrelsi.
Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga leggst gegn því að frumvarp þetta verði að lögum af framangreindum ástæðum.
Virðingarfyllst,
F.h. stjórnar Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga,
________________________________________
Elsa B. Friðfinnsdóttir, formaður