Hjukrun.is-print-version

11. fundur stjórnar starfstímabilið 2007 - 2009

RSSfréttir
10. desember2007

 

10. desember 2007 kl. 13:30

Fundinn sátu: Elsa B. Friðfinnsdóttir, formaður, Halla Grétarsdóttir, 1.varaformaður, Hólmfríður Kristjánsdóttir, meðstjórnandi, Stefanía B. Arnardóttir, varamaður og Eygló Ingadóttir gjaldkeri var í símasambandi.

Til afgreiðslu:

1.      Fundargerð síðasta fundar.

-Fundargerð síðasta fundar samþykkt.

2.      Þátttaka FÍH á ráðstefnu SSN um gæðavísa í hjúkrun – erindi alþjóðafulltrúa.

-Samþykkt var að FÍH bæri kostnað vegna 6 fulltrúa frá Íslandi á ráðstefnuna. Rætt var um að finna leiðir til að fulltrúarnir  skiluðu upplýsingum eða árangri frá ráðstefnunni til félagsmanna.

3.      Tilnefning FÍH í fagráð Styrktarfélags krabbameinssjúkra barna.

-Tillaga stjórnar er að leita til stjórnar Fagdeildar barnahjúkrunarfræðinga (Helgu Einarsdóttur eða Guðrúnar Ragnarsdóttur) um tilnefningar í fagráð SKB

4.      Skýrsla GCG eftir morgunverðarfundi með félagsmönnum.

-Fjallað var um skýrslu GCG um morgunverðarfundina. Skýrslan þótti ekki faglega unnin og  lýstu stjórnarmenn óánægju og vonbrigðum sínum með hana. Var Elsu falið að senda forráðamönnum GCG athugasemdir þess efnis. Fram kom almenn ánægja félagsmanna með fundina.  Í framhaldinu mun Elsa senda félagsmönnum áramótakveðju frá félaginu til að minna þá á réttindi sín og efla tengsl milli þess og félagsmanna. Tillaga kom fram um að halda áfram að halda morgunverðafundi til að auka enn frekar tengsl félagsmanna við félagið.

5.      Starfsreglur stjórnar – endurskoðun.

-Þrír stjórnarmenn hafa komið með athugasemdir varðandi starfsreglur stjórnar. Ákveðið var að bíða með endurskoðun starfsreglna fram yfir aðalfund í vor í ljósi væntanlegra breytinga á skipulagi félagsins.

6.      Jólakortastyrkur 2007.

-Samþykkt var að veita Krafti-félagi ungs fólks með krabbamein styrk sem samsvarar kostnaði við að senda jólakort eins og gert hefur verið s.l. ár.

7.      Tillaga frá félagsmanni um upptöku greiðslu útfararstyrkja.

-Ákveðið var að fela gjaldkera stjórnar, fjármálastjóra og verkefnastjóra kjara- og réttindamála að afla upplýsinga um útfararstyrki hjá öðrum stéttarfélögum og móta síðan tillögur sem lagðar verða fyrir aðalfund FÍH í maí 2008.

Til umræðu:

8.      Rekstraryfirlit jan-okt 2007 og áætlun 2007 – fjárhagsáætlun 2008.

-Ánægja stjórnarmanna kom fram varðandi vaxtatekjur félagsins sl. ár. Einnig kom fram almenn ánægja með störf fjármálastjóra sem hefur verið vakandi fyrir jákvæðum breytingum á fjármálum FÍH. Tillaga kom fram um að skoða það hvort nota mætti rekstarafganginn (hluta hans) til að fjármagna ímyndarátak félagsins á næsta ári. Kanna á hvort einfalda megi rekstarreikning félagsins með rammaáætlum (sbr. fjárhagsáætlun BHM) til að auðvelda viðbrögð við óvæntum útgjöldum.

9.      Fjárhagsáætlun BHM 2008.

- Stjórn FÍH felur formanni að leggja til á miðstjórnarfundi BHM að launaliður í fjárhagsáætlun bandalangsins verði endurskoðaður í ljósi niðurstöðu úttektar þeirrar sem samþykkt var á aukaaðalfundi bandalagsins í október sl.

10.  Undirbúningur kjarasamninga FÍH – skipun samninganefndar o.fl.  Unnur Þormóðsdóttir, formaður kjaranefndar sat fundinn undir þessum lið.         

-UÞ kynnti og fór yfir launakönnun á meðal félagsmanna vegna komandi kjarasamninga. Rætt var um að styrkja þyrfti þjónustu og stuðning félagsins við stjórnendur.  Einnig voru kynntar hugmyndir kjaranefndar að nýrri launatöflu.

Til kynningar:

11.  Stofnun ungliðahreyfingar FÍH.

-Stjórn fagnar erindi og áhuga ungra hjúkrunarfræðinga á að stofna ungliðahreyfingu innan félagsins, en áætlaður stofnfundur hreyfingarinnar er 15. janúar 2008.

12.  Kjarasamningsbundið leyfi ritstjóra Tímarits hjúkrunarfræðinga.

-Lagt fram bréf formanns til ritstjóra vegna leyfisins sem lýkur þann 15. janúar 2008.

13.  Umsagnir um sex frumvörp til laga og þingsályktunartillögur.

-Endanlegar útgáfur umsagna lagðar fram til kynningar.

14.  Erindi landlæknis varðandi ávísanir hjúkrunarfræðinga og ljósmæðra á hormónatengdar getnaðarvarnir.

-Jákvæðar undirtektir voru með erindi landlæknis. Formaður hefur þegar óskað eftir áliti og umsögnum Sóleyjar Bender og Sigrúnar Barkardóttur, formanns fagdeildar heilsugæsluhjúkrunarfræðinga. FÍH mun senda umsögn í ljósi umsagnar þessara tveggja sérfræðinga í málinu.

15.  Önnur mál.

-Kynnt var nýútkomin skýrsla um mönnun hjúkrunar á LSH.

-Eygló Ingadóttir kynnti  fyrstu drög að breytingum á reglum B-hluta vísindasjóðs. Verður tekið fyrir aftur á næsta fundi

-Elsa ætlar að hafa samband við Sigrúnu Barkardóttur, formann fagdeildar heilsugæsluhjúkruanrfræðinga varðandi umræðu í fjölmiðlum um hugsanlegan niðurskurð á starfsemi Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins.  Stjórn mun síðan álykta um málið í framhaldinu.

Fundi slitið kl. 16:15

Til baka

Þetta vefsvæði notar vafrakökur.

Lesa skilmála