10.
desember2007
10. desember 2007
Stjórn Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga ályktaði eftirfarandi á fundi sínum þann 10. desember 2007:
Stjórn Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga (FÍH) fagnar þeirri yfirlýsingu Guðlaugs Þórs Þórðarsonar heilbrigðisráðherra, að niðurskurður í starfsemi Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins sé ekki á dagskrá. Stjórnin hvetur starfshóp þann sem fara á yfir rekstur og framtíðarskipulag heilsugæslunnar til að skoða alla þætti þjónustunnar, stjórnun og skipulag. Stjórnin hvetur jafnframt starfshópinn til að leggja sérstaka áherslu á viðhald og uppbyggingu þeirra þátta í starfsemi heilsugæslunnar sem samræmast yfirlýstum markmiðum stjórnvalda, þ.e. aukna heilsuvernd og heimahjúkrun.
F.h. stjórnar Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga
Elsa B. Friðfinnsdóttir, formaður
Stjórn Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga ályktaði eftirfarandi á fundi sínum þann 10. desember 2007:
Stjórn Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga (FÍH) fagnar þeirri yfirlýsingu Guðlaugs Þórs Þórðarsonar heilbrigðisráðherra, að niðurskurður í starfsemi Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins sé ekki á dagskrá. Stjórnin hvetur starfshóp þann sem fara á yfir rekstur og framtíðarskipulag heilsugæslunnar til að skoða alla þætti þjónustunnar, stjórnun og skipulag. Stjórnin hvetur jafnframt starfshópinn til að leggja sérstaka áherslu á viðhald og uppbyggingu þeirra þátta í starfsemi heilsugæslunnar sem samræmast yfirlýstum markmiðum stjórnvalda, þ.e. aukna heilsuvernd og heimahjúkrun.
F.h. stjórnar Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga
Elsa B. Friðfinnsdóttir, formaður