Hjukrun.is-print-version

Álit á erindi

RSSfréttir
3. janúar 2008

                                                                                                                Reykjavík, 3. janúar 2008

Sigurður Guðmundsson, landlæknir

Landlæknisembættinu

Austurströnd 5

170 Seltjarnarnes

    

Efni: Álit Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga á erindi dags. 29. nóvember 2007, um ávísanir hjúkrunarfræðinga og ljósmæðra á hormónatengdum getnaðarvörnum.

Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga (FÍH) þakkar beiðni um álit á þeim hugmyndum að heimila hjúkrunarfræðingum og ljósmæðrum að ávísa hormónatengdum getnaðarvörnum.  Vegna erindisins leitaði undirrituð til Sigrúnar Barkardóttur formanns fagdeildar heilsugæsluhjúkrunarfræðinga í FÍH og til dr. Sóleyjar S. Bender, dósents og formanns fræðasviðs um kynheilbrigði við hjúkrunarfræðideild Háskóla Íslands.  Fagdeild heilsugæsluhjúkrunarfræðinga fagnar mjög framkomnum hugmyndum og telur þær m.a. myndu „bæta stöðu og aðgengi ungs fólks hvað varðar getnaðarvarnir og kynheilbrigði sem og kvenna t.d. eftir fæðingu“.  Fagdeildin leggur áherslu á fræðslu til þeirra sem slíkt leyfi fengju og einnig að þeir fái sérstakt leyfi til ávísananna.

Sóley S. Bender sendi FÍH umsögn og ítarlega greinargerð, sem fylgir hér með, með leyfi Sóleyjar.

Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga fagnar mjög þeim breytingum sem kynntar eru í erindinu og gerir umsagnir ofangreindra aðila að sínum.  FÍH óskar jafnframt eftir því að fá að tilnefna fulltrúa í starfshóp ef skipaður verður til að undirbúa og innleiða umræddar breytingar.

Virðingarfyllst,

F.h. stjórnar Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga,

________________________________________

Elsa B. Friðfinnsdóttir, formaður

Til baka

Þetta vefsvæði notar vafrakökur.

Lesa skilmála