12. fundur stjórnar Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga
starfstímabilið 2007 - 2009
14. janúar 2007 kl. 13:30
Fundinn sátu:
Til afgreiðslu:
- Fundargerð síðasta fundar – samþykkt með orðalagsbreytingum í 10. lið
- Reglur um ferða- og dvalarkostnað – tryggingar félagsmanna á ferðum á vegum félagsins.
- Samþykkt að fella út lið c í reglum um ferða- og dvalarkostnað.
- Skipun samninganefndar FÍH við fjármálaráðherra f.h. ríkissjóðs
- Komnar fram hugmyndir af hálfu kjaranefndar um hverjir sitji í samninganefnd. Umræður um aukna þátttöku og samskipti við trúnaðarmenn. Tillaga um að taka upp málefni trúnaðarmanna á öðrum fundi. Rætt um hvernig best sé að skipta niður í hverja viðræðunefnd eftir vinnustað og reynslu. Tillögur um Ingibjörgu Þórisdóttur (Droplaugastöðum) og Evu Hjörtínu Ólafsdóttur, aðaltrúnaðarmann á LSH. Opið verður fyrir tillögur í samninganefndi áfram.
- Fulltrúi FÍH í stjórn Starfsmenntunarsjóðs
- Elsa leggur fram tillögu að leita eftir hjúkrunarfræðingi í nýstofnaðri ungliðadeild. Formaður fær leyfi stjórnar til þess að ganga frá þessum lið.
- Reglur um B-hluta Vísindasjóðs
-
Til umræðu:
- Stöðuhlutfall verkefnastjóra kjara- og réttindamála
- Mikið er sótt í aðstoð félagsins í þessum málaflokki. Cissy hefur haldið nákvæma tímaskráningu sem sýnt hefur fram á að auka þarf hlutfall starfsins úr 80% í 90%. Þessar breytingar voru samþykktar af stjórn.
- Framtíðarsýn BHM til 2012
- Fríða Björg kynnti stöðu mála.
- Ímyndarverkefni FÍH, Jón Aðalbjörn Jónsson kom á fundinn og kynnti þau verkefni sem framundan eru. “Þegar mest á reynir” verður slagorð ímyndarverkefnisins og verður notað í tengslum við það út árið 2008. Verkefnið er unnið í samvinnu við Athygli almannatengslaráðgjöf og Skaparann auglýsingastofu.
- Mönnun hjúkrunar á Landspítala. Elísabet Guðmundsdóttir kom á fundinn og kynnti skýrsluna.
- Erindi FÍH um kjarasamningsumboð fyrir hjúkrunarnema.
- Tæplega 160 hjúkrunarfræðinemar hafa nú gerst aukaaðilar að FÍH. Lögfræðingi BHM hefur verið falið að athuga um framkvæmd þess að FÍH fái kjarasamningaumboð fyrir hjúkrunarfræðinema.
Til kynningar:
- Kjarafundir með hjúkrunarfræðingum.
- Elsa kynnti fyrirhugaða hringferð um landið vegna komandi kjarasamninga. Hún, Cissy og Unnur Þormóðsdóttir halda fundina.
- Samkomulag FÍH við TR
- Hækkun komin á gjaldskrá og samið var til 30. júní 2008 og samhliða ákveðið að stofna samstarfshóp FÍH og TR.
- Skýrsla af fundi ICN Workforce forum í Dublin 17. – 18. sept 2007.
- Álít FÍH á erindi Landlæknis um ávísanir hjúkrunarfræðinga og ljósmæðra á hormónatengdum getnaðarvörnum.
- Umsögn FÍH lögð fram ásamt skýrslu frá Sóley Bender um ráðgjöf hjúkrunarfræðinga og ljósmæðra um getnaðarvarnir og kynheilbrigði.
- Önnur mál
- Tillaga um stofnun íðorðanefndar.
- Málþing ritnefndar um tímaritið. Ritnefnd hefur ákveðið að hafa málþing 9. apríl n.k. kl. 13 – 16 um málefni tímaritsins.
- Erindi frá söguritunarnefnd
- lagt fram drög að þremur kynningarbréfum til handa hönnuðum og útgefendum.
- lagt fram erindi um áframhald og lok söguritunarverkefnis.
Þessi mál verða lögð fram til afgreiðslu á næsta stjórnarfundi.
Lauslega til kynningar í lok fundar – slit á viðræðum um málefni vaktavinnuhópa. Elsa fór lauslega yfir gang mála sem voru gerð opinber í lok síðustu viku.
Fundi slitið kl. 15:55, næsti fundur fyrirhugaður mánudaginn 28. janúar 200