13. fundur stjórnar Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga
Starfstímabilið 2007 – 2009
28. janúar 2008 kl 13:30
Fundinn sátu:
Elsa B. Friðfinnsdóttir, formaður, Hólmfríður Kristjánsdóttir, meðstjórnandi, Fríða Björg Leifsdóttir, ritari, Stefanía B. Arnardóttir varamaður, Eygló Ingadóttir, gjaldkeri, Gyða Ölvisdóttir, varamaður og Hrund Helgadóttir, meðstjórnandi.
Til afgreiðslu
- Fundargerð síðasta fundar – samþykkt.
- Skipun samninganefndar FÍH við fjármálaráðherra f.h. ríkissjóðs – lögð fram tillaga að samninganefnd FÍH (sjá fylgiskjal). Kjarafundir hefjast á morgun og mikilvægt er að fá inn hjúkrunarfræðinga af landsbyggðinni í hópinn. Listinn sem lagður var fram er samþykktur. Þörf á því að senda upplýsingar til forstöðumanna hjúkrunarfræðinga á stofnunum og í fyrirtækjum vegna samþykktar um fjarveru í tengslum við kjarasamningagerð.
- Stofnun íðorðanefndar FÍH - Tillaga um skipan í íorðanefnd og lagt fyrir. Þörf er á því að setja nefndina inn sem fastanefnd félagsins á næsta aðalfundi. Tillagan samþykkt af stjórn.
- Erindi frá fagdeild svæfingahjúkrunarfræðinga - Samþykkt að styrkja fagdeildina um 75.000 kr. og að óska eftir að fá að sjá eintak af bæklingnum fyrir næsta stjórnarfund. Elsa hefur samband við stjórn fagdeildar svæfingarhjúkrunarfræðinga.
- Erindi frá söguritunarnefnd FÍH – eftirfarandi var samþykkt:
- Að framlengja samning félagsins við Margréti Guðmundsdóttur sagnfræðing vegna söguritunarinnar til loka september 2008.
- Að ráða Margréti Guðmundsdóttur, sagnfræðing í þrjá mánuði (okt.-des. 2008) til að sinna myndaritstjórn í framhaldi af lokum við ritun verksins.
- Að fela Jóni Aðalbirni Jónssyni, alþjóðafulltrúa FÍH að leita tilboða í útgáfu verksins; að finna hönnuð til að hanna bókakápu og útlit bókarinnar; að undirbúa söfnun ákrifta með heillaóskalista; og að leita styrkja vegna útgáfunnar.
- Rætt var um hugsanlegt verð á hverju eintaki útgefinnar bókar en ákvörðun frestað.
Til umræðu:
- Reglur um B-hluta Vísindasjóðs - Eygló Ingadóttir kynnti breytingar á reglum. Athugasemd gerð við þann lið er lýtur að aðild að sjóðnum.
- Aðalfundur BHM 2008, lagabreytingar – lögð fram drög að breytingum á lögum BHM sem lagðar verða fyrir aðalfund BHM 2008.
Til kynningar:
- Kjarasamningsumboð fyrir hjúkrunarfræðinema – Elsa kynnti stöðu mála sem eru í vinnslu.
- Önnur mál
Fundi slitið kl. 15
Næsti fundur 11. febrúar kl. 13:00 á Suðurlandsbraut.