Hjukrun.is-print-version

13. fundur stjórnar starfstímabilið 2007 - 2009

RSSfréttir
28. janúar 2008

13. fundur stjórnar Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga

Starfstímabilið 2007 – 2009

28. janúar 2008 kl 13:30

Fundinn sátu:

Elsa B. Friðfinnsdóttir, formaður,  Hólmfríður Kristjánsdóttir, meðstjórnandi, Fríða Björg Leifsdóttir, ritari, Stefanía B. Arnardóttir varamaður, Eygló Ingadóttir, gjaldkeri, Gyða Ölvisdóttir, varamaður og Hrund Helgadóttir, meðstjórnandi.

Til afgreiðslu

  1. Fundargerð síðasta fundar – samþykkt.
  2. Skipun samninganefndar FÍH við fjármálaráðherra f.h. ríkissjóðs – lögð fram tillaga að samninganefnd FÍH (sjá fylgiskjal).  Kjarafundir hefjast á morgun og mikilvægt er að fá inn hjúkrunarfræðinga af landsbyggðinni í hópinn.  Listinn sem lagður var fram er samþykktur.  Þörf á því að senda upplýsingar til forstöðumanna hjúkrunarfræðinga á stofnunum og í fyrirtækjum vegna samþykktar um fjarveru í tengslum við kjarasamningagerð.
  3. Stofnun íðorðanefndar FÍH -  Tillaga um skipan í íorðanefnd og lagt fyrir.  Þörf er á því að setja nefndina inn sem fastanefnd félagsins á næsta aðalfundi.  Tillagan samþykkt af stjórn.
  4. Erindi frá fagdeild svæfingahjúkrunarfræðinga -  Samþykkt að styrkja fagdeildina um 75.000 kr. og að óska eftir að fá að sjá eintak af bæklingnum fyrir næsta stjórnarfund.  Elsa hefur samband við stjórn fagdeildar svæfingarhjúkrunarfræðinga.
  5. Erindi frá söguritunarnefnd FÍH –  eftirfarandi var samþykkt:

- Að framlengja samning félagsins við Margréti Guðmundsdóttur sagnfræðing vegna söguritunarinnar til loka september 2008.

- Að ráða Margréti Guðmundsdóttur, sagnfræðing í þrjá mánuði (okt.-des. 2008) til að sinna myndaritstjórn í framhaldi af lokum við ritun verksins.

- Að fela Jóni Aðalbirni Jónssyni, alþjóðafulltrúa FÍH að leita tilboða í útgáfu verksins; að finna hönnuð til að hanna bókakápu og útlit bókarinnar; að undirbúa söfnun ákrifta með heillaóskalista; og að leita styrkja vegna útgáfunnar.

-  Rætt var um hugsanlegt verð á hverju eintaki útgefinnar bókar en ákvörðun frestað.

Til umræðu:

  1. Reglur um B-hluta Vísindasjóðs -  Eygló Ingadóttir kynnti breytingar á reglum.  Athugasemd gerð við þann lið er lýtur að aðild að sjóðnum.
  2. Aðalfundur BHM 2008, lagabreytingar – lögð fram drög að breytingum á lögum BHM sem lagðar verða fyrir aðalfund BHM 2008. 

Til kynningar:

  1. Kjarasamningsumboð fyrir hjúkrunarfræðinema – Elsa kynnti stöðu mála sem eru í vinnslu.
  2. Önnur mál

Fundi slitið kl. 15

Næsti fundur 11. febrúar kl. 13:00 á Suðurlandsbraut.

Til baka

Þetta vefsvæði notar vafrakökur.

Lesa skilmála