Hjukrun.is-print-version

14. fundur stjórnar starfstímabilið 2007 -2009

RSSfréttir
11. febrúar 2008

14. fundur stjórnar Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga

Starfstímabilið 2007 – 2009

11. febrúar 2008 kl 13:00

Fundinn sátu:

Elsa B. Friðfinnsdóttir, formaður, Stefanía B. Arnardóttir, varamaður, Fríða Björg Leifsdóttir, ritari, Halla Grétarsdóttir, 1. varaformaður, Eygló Ingadóttir, gjaldkeri, Hrund Helgadóttir, meðstjórnandi, Gyða Ölvisdóttir, varamaður, Elín Ýrr Halldórsdóttir, 2. varaformaður.  Hólmfríður Kristjánsdóttir, meðstjórnandi.

Til afgreiðslu:

  1. Fundargerð síðasta fundar – athugasemdir gerðar við orðalag í samþykktum. Samþykkt með breytingum

Til umræðu:

  1. Drög að fjárhagsáætlun 2008 – Brynja Kristjánsdóttir, fjármálastjóri fór yfir drög sem lögð hafa verið fyrir stjórn.  Stjórnarmenn sendi frekari athugasemdir til gjaldkera eða fjármálastjóra.  Verður lagt fyrir næsta fund til afgreiðslu.

-        Bókun stjórnar: Brynja Kristjánsdóttir hefur lokið störfum við afleysingu Sólveigar og þakkar stjórn henni fyrir vel unnin störf.

  1. Tillögur umbótanefndar um breytingar á skipulagi og lögum félagsins – Guðlaug Rakel Guðjónsdóttir  kynnti tillögur umbótanefndar sem mætti öll á fundinn.  Skýrsla um endurskoðun laga og endurskipulag Fíh var lögð fram og farið yfir megin niðurstöður nefndarinnar.  Stjórnarmenn fari yfir skýrsluna fyrir næsta fund og verður skýrslan aftur rædd á næsta stjórnarfundi mánudaginn 25. febrúar 2008. Hrund og Gyða víkja af fundi vegna annarra erinda kl. 15.
  2. Dagskrá félagsráðsfundar 22. febrúar 2008 – Hugmyndir að málefnum til umræðu og kynningar á félagsráðsfundi sett fram þ.e. hugmyndir umbótanefndar um endurskipulag Fíh, staða kjaramála og ímyndarverkefni.  Byrjað verði kl. 12:30 og unnið frameftir degi.
  3. Kjarasamningar – rætt um stöðu mála í kjaraviðræðum í dag.  Gert ráð fyrir því að boða samninganefnd á fund á Suðurlandsbraut n.k. mánudag kl. 15.
  4. Húsnæðismál – Minnisblaði dreift á fundinum vegna þreifinga um húsnæði sem mögulega gæti hentað Fíh.

Til kynningar:

  1. Framlög til ímyndarverkefnis skv. fjárlögum 2008
  2. Breytingar á stjórnskipulagi Reykjalundar – lagt fram erindi frá Fíh til formanns Reykjalundar. 

Fundi slitið kl. 16:00

Til baka

Þetta vefsvæði notar vafrakökur.

Lesa skilmála