Hjukrun.is-print-version

16. fundur stjórnar starfstímabilið 2007-2009

RSSfréttir
31. mars 2008

Haldinn

 

31. mars 2008 kl. 12.30

Fundinn sátu: Elsa B. Friðfinnsdóttir, formaður, Halla Grétarsdóttir, 1. varaformaður, Elín Ýrr Halldórsdóttir, 2. varaformaður, Gyða Ölvisdóttir, varamaður, Eygló Ingadóttir, gjaldkeri, Hrund Helgadóttir, meðastjórnandi, Hólmfríður Kristjánsdóttir, meðstjórnandi. 

Til afgreiðslu:

  1. Fundargerð samþykkt með smávægilegum breytingum.
  2. Fjárveiting úr vinnudeilusjóði Fíh í kjaraþátt ímyndarverkefnis. Samþykkt að veita 6.000.000 kr. af vaxtatekjum vinnudeilusjóðs til ímyndarátaks til að vinna að kjarasamningum sjóðsins. Sú ákvörðun verður lögð fram til staðfestingar á næsta aðalfundi.
  3. Afmælisnefnd vegna 90 ára afmælis félagsins haustið 2009. Tillögur um fulltrúa í nefndina. Höllu Grétarsdóttur og Aðalbjörgu Finnbogadóttur er falið að finna félagsmenn í nefndina.
  4. Tillögur stjórnar Fíh til aðalfundar félagsins þann 22. maí, um breytingar á skipulagi og lögum félagsins. Farið yfir umsagnir og breytingartillögur. Stjórn afgreiddi þær tillögur sem farið verður með til lögfræðinga til að vinna lög félagsins. Halla, Elín Ýrr og Hrund endurskoða 2. gr. laga félagsins.
  5. Saga hjúkrunar, leit að nafni bókarinnar. Tillaga númer 5 er vinningstillagan. Stjórn ákveður að vinningstillaga og tillaga söguritunarnefndar verði sendar til álits íslenskufræðings.
  6. Tilboði um vöktun fjölmiðla í tveimur þáttum hafnað.

Til umræðu:

  1. Erindi siða- og sáttanefndar fyrir hönd félagsmanns sent til ritnefndar til afgreiðslu. Stjórn Fíh harmar meðferð málsins og felur formanni að fylgja því eftir.
  2. Endurskoðun á reglum vinnudeilusjóðs Fíh. Endurskipun í stjórn stjóðsins auk endurskoðunar starfsreglna verða lagðar fyrir aðalfund. Leitað verður til tveggja félagsmanna til að framkvæma þá vinnu.
  3. Í tengslum við kjarasamninga verða samningsmarkmið sett niður í dag.
  4. Aðalfundur BHM. Aðalfundurinn verður haldinn dagana 3. og 4. apríl næstkomandi.  Fíh á rétt á 29 fulltrúum á aðalfundinum.
  5. Tímabundið leyfi stjórnarmanns. Stefanía B. Arnardóttir fer í leyfi frá stjórnarstörfum í 2 mánuði.
  6. Minnisblað vegna skoðunar á reglum um útfararstyrki stéttarfélaga. Niðurstaða vinnuhóps að ekki sé rétt að taka upp greiðslu á útfararstyrkjum.  Verður lagt fyrir aðalfund félagsins í maí.
  7. Skipun í hjúkrunarráð. Elsa B. Friðfinnsdóttir sem aðalmaður og Hildur Helgadóttir sem varamaður.
  8. Lagðar fram upplýsingar um greiðslur úr A-hluta vísindasjóðs Fíh vorið 2008.
  9. Önnur mál:

Ø      Valgerður Katrín Jónsdóttir segir upp störfum sem ritstjóri Tímarits hjúkrunarfræðinga frá og með 1. apríl næstkomandi. Stjórn samþykkir að orlof reiknist inn í uppsagnarfrestinn.

Ø      ElínÝrr gerði grein fyrir stöðu mála á SGS sviði Landspítala.

Ø      Erindi frá fagdeild taugahjúkrunarfræðinga lagt fram. Afgreiðslu frestað til næsta fundar.

Fundir slitið kl. 16:00

Til baka

Þetta vefsvæði notar vafrakökur.

Lesa skilmála