28.
apríl 2008
28. apríl 2008 kl. 12:30
Fundinn sátu: Elsa B. Friðfinnsdóttir, formaður, Halla Grétarsdóttir, 1. varaformaður, Fríða Björg Leifsdóttir, ritari, Eygló Ingadóttir, gjaldkeri, Gyða Ölvisdóttir, varamaður, Hrund Helgadóttir, meðstjórnandi
Til afgreiðslu:
- Fundargerð síðasta fundar samþykkt með orðalagsbreytingum á 4. lið.
- Dagskrá aðalfundar Fíh 22. maí 2008 hefur verið send út til þingfulltrúa ásamt boðsbréfi vegna fundarins. Dagskráin samþykkt af stjórn.
- Starfsáætlun 2008 – 2009 rædd. Tillaga lögð fram um að bæta við kaflann um Menntun og fagmennsku að hafin verði samvinna félagsins við hjúkrunarfræðideildir háskólanna og LSH um skilgreiningar á sérgreinum hjúkrunar. Áætlunin verður áfram í vinnslu og verður lögð fram til endanlegrar afgreiðslu fyrir 8. maí n.k.
- Endurskoðuð fjárhagsáætlun 2008 og 2009. Rætt um aukinn kostnað vegna lífeyrisskuldbindinga félagsins sem erfitt er að áætla. Fjárhagsáætlunin liggi frammi 8. maí ásamt skýringablaði fyrir 2007 vegna aðalfundar.
- Ráðning ritstjóra Tímarits hjúkrunarfræðinga. Christer Magnusson hefur samþykkt að taka starfið að sér tímabundið til eins árs. Stjórn samþykkir ráðningu hans
- Ráðning alþjóðafulltrúa Fíh. Samþykkt að framlengja ráðningasamning við Jón Aðalbjörn Jónsson framyfir aðalfund 2009 í framhaldi þess að Vigdís Hallgrímsdóttir, sem verið hefur í ársleyfi, hefur sagt starfinu lausu.
Til umræðu:
- Drög að ársreikningi félagssjóðs Fíh 2007 lögð fram. Stjórnarmenn taki gögn með sér heim og fari yfir drögin. Athugasemdir berist til fjármálastjóra og gjaldkera.
- Endurskoðun á reglum vinnudeilusjóðs Fíh – skipun stjórnar. Svar hefur borist frá lögfræðingum sem fengu reglurnar til yfirlestrar. Samþykkt að Elsa og Eygló fari yfir tillögurnar og vinni niðurstöður sem kynntar verða fyrir stjórn til samþykktar.
- Hugsanlegar breytingar á rekstrarformi og yfirstjórn LSH. Lögð fram drög að minnisblaði til nefndar um málefni Landspítala.
- Rætt um stöðu mála hjá skurð – og svæfingahjúkrunarfræðingum. Formaður hefur óskað þess að fá að sitja fund með þeim á morgun. Stjórn lýsir yfir áhyggjum sínum af þróun mála á LSH.
- Kjarasamningar – staða mála. Fundur með SNR í fyrramálið kl. 09, samninganefd hittist kl. 08:30 til undirbúnings.
- Aðalfundur BHM – staða mála. Framhaldsaðalfundur 16. maí n.k. Boðað verður til fundar með þingfulltrúum Fíh eftir að þinggögn hafa borist fulltrúum.
- Samningafundur Fíh og SHTR vegna sjálfstætt starfandi hjúkrunarfræðinga. Beðið er eftir tilboði um starfssamning frá SHTR vegna verkefnis í sumar. Næsti fundur með SHTR er á morgun.
- EFN fundur í Kaupmannahöfn 10. – 11. apríl 2008; frestað vegna fjarveru Elínar Ýrrar.
Til kynningar:
- Erindi frá Landlæknisembættinu um skráningu hjúkrunar. Verður sett til afgreiðslu á næsta stjórnarfundi.
- Tillaga til aðalfundar um leiðréttingu á aldri félagsins.
- Önnur mál
Fundi slitið kl. 15:30