22.
maí 2008
Ályktun gegn ráðningu læknanema frá aðalfundi Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga 2008
Aðalfundur Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga lýsir áhyggjum af mönnun heilbrigðisstofnana á komandi sumri. Borið hefur á því síðastliðin ár, að læknanemar séu ráðnir í störf hjúkrunarfræðinga. Aðalfundur Fíh mótmælir harðlega að slík ábyrgð sé lögð á herðar þeirra sem ekki hafa menntun í hjúkrunarfræði. Slíkt hefur afgerandi áhrif á öryggi sjúklinga og er brot á lögum.
Samþykkt á aðalfundi Fíh 22. maí 2008
Aðalfundur Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga lýsir áhyggjum af mönnun heilbrigðisstofnana á komandi sumri. Borið hefur á því síðastliðin ár, að læknanemar séu ráðnir í störf hjúkrunarfræðinga. Aðalfundur Fíh mótmælir harðlega að slík ábyrgð sé lögð á herðar þeirra sem ekki hafa menntun í hjúkrunarfræði. Slíkt hefur afgerandi áhrif á öryggi sjúklinga og er brot á lögum.
Samþykkt á aðalfundi Fíh 22. maí 2008