29.
maí 2008
Á fundi trúnaðarmanna Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga sem haldinn var 29. maí 2008 var samþykkt eftirfarandi ályktun.
Trúnaðarmenn Fíh harma þá stöðu sem upp er komin í samningaviðræðum félagsins við ríkið. Þeir krefjast þess að ríkisstjórnin standi við yfirlýsingar sínar varðandi leiðréttingu launa kvennastétta og hafna tilboði um skerðingu kaupmáttar og gjaldfellingu á menntun hjúkrunarfræðinga.
Trúnaðarmenn Fíh fara þess jafnframt á leit við stjórn félagsins að nú þegar verði hafinn formlegur undirbúningur að yfirvinnustöðvun og tímabundnum vinnustöðvunum.