5. júní 2008 kl: 13:30
Fundinn sátu:
Elsa B. Friðfínnsdottir, formaður,
Til afgreiðslu:
- Fundargerð síðasta fundar samþykkt.
Til umræðu:
- Aðalfundur Fíh 22. maí 2008 – innleiðsla breytinga.
Rætt um að setja saman innleiðingahóp til að vinna með þær breytingar sem samþykktar voru á aðalfundi 2008. Innleiðingahópur sjái um framgang og framsetningu þeirra breytinga sem samþykktar voru. Rætt um þróun og mögulegar breytingar á komandi framkvæmdastjórn/framkvæmdaráði félagsins. Einnig rætt um í hvaða farveg væri farsælast að veita málum tengdum daglegum rekstri félagsins. Stjórn samþykkir að kalla saman vinnuhóp vegna málsins. Formanni falið að hafa samband við ákveðna einstaklinga með myndun hópsins í huga.
- Kjarasamningar – staða mála – áskorun trúnaðarmanna Fíh.
Samningafundur haldinn í gær þar sem lagt var fram nýtt tilboð af hálfu Fíh sem SNR hafnaði. Næsti fundur hefur verið boðaður n.k. þriðjudag. Rætt um áskorun trúnaðarmanna Fíh. Umræður um vinnudeilur og mögulegar aðgerðir.
Tillaga lögð fram til atkvæðagreiðslu:
Lagt er til að stjórn Fíh leiti heimildar félagsmanna til boðunar
yfirvinnubanns. Tillagan samþykkt einróma.
- Ráðningar 3. og 4. árs læknanema í hjúkrunarstörf á LSH, ný starfslýsing.
Frestað til næsta stjórnarfundar.
- Vinnuhópur á vegum Landlæknisembættisins um markvissa nýtingu á þekkingu og starfskröftum sjúkraliða. Greinargerð vinnuhóps lögð fram á fundinum. Starfandi eru undirhópar sem eiga að horfa sérstaklega á annars vegar störf sjúkraliða og hins vegar menntun sjúkraliða. Mikilvægt er að leggja áherslu á sóknarfæri fyrir hjúkrunarfræðinga með frekar möguleika á útdeilingu verkefna og ábyrgðar. Kallað verður eftir viðbrögðum frá fagdeild öldrunarhjúkrunarfræðinga.
Til kynningar:
- Kynning á fyrstu niðurstöðum rannsóknar á vinnu og vinnuumhverfi hjúkrunarfræðinga og sjúkraliða.
- Lögfræðimál.
- Önnur mál
- Rafræn kosning – kynning á hugbúnaðarkerfi sem bíður upp á rafræna kosningu. Fundur verður haldinn með forsvarsmönnum Outcome hugbúnaðar ehf í framhaldi af stjórnarfundi. Komi ekki upp vankantar verður þetta kerfi notað við atkvæðagreiðslu um boðun yfirvinnubanns og síðan komandi kjarasamninga.
Fundi slitið kl 15:25
Fríða Björg Leifsdóttir
Ritari stjórnar Fíh