23.
júní 2008
23. júní 2008 kl. 13:30
Fundinn sátu:
Til afgreiðslu:
- Fundargerð síðasta fundar samþykkt.
- Styrkir til svæðisdeilda. Tillögur vegna styrkja til svæðisdeilda samþykktar með breytingum á tillagi til Vestmannaeyjadeildar úr 425.000 kr í 350.000 kr. Vestmannaeyjadeildin hafði farið fram á 200.000 kr styrk vegna standsetningar á samkomuhúsi sínu sem var hafnað. Stjórn telur ekki hlutverk Fíh að standa að standsetningu og uppgjöri á húsnæði í eigu annarra. Sambærilegum erindum annarra svæðisdeilda hefur áður verið hafnað.
- Stofnun íðorðanefndar ad hoc. Samþykkt að stofna tímabundna starfsnefnd eftir tillögu stjórnar sem lögð var fram á fundi stjórnar Fíh 28. janúar 2008. Nefndin vinni með ritstjórn Tímarits hjúkrunarfræðinga og horft verið til mikilvægi slíkrar nefndar innan félagsins.
Til umræðu:
- Ráðningar 3. og 4. árs læknanema í hjúkrunarstörf á LSH. Fíh hefur fundað með framkvæmdastjóra hjúkrunar og sviðstjóra hjúkrunar á lyflæknissviði I á LSH vegna framlagðrar starfslýsingar læknanemanna. Nú vinna læknanemar eftir „starfstilhögun“ sem aðstoðarmenn hjúkrunarfræðinga. Stjórn Fíh mun áfram fylgjast með málinu.
- Stefnumótun BHM – lagt fram til kynningar drög að uppsetningu á starfsemi BHM. Fíh lagði áherslu á að eiga fulltrúa í kjara- og réttindamála hlutanum.
- Kjarasamningar – niðurstaða atkvæðagreiðslu um yfirvinnubann – næstu skref.
Samninganefnd Fíh kom á fund stjórnar kl. 14:30. Rut Gunnarsdóttir ritari samninganefndar ritaði þá fundargerð.
Til kynningar:
- Önnur mál:
- Fram kom hugmynd um að leggja jólakortastyrkinn í ár til söfnunarinnar „Á allra vörum“. Ákveðið að gefa andvirði meðallauna hjúkrunarfræðings eftir 20 ára starf og tengja umræðuna um aukna hættu á brjóstakrabbameini vegna óreglulegs vinnutíma/næturvakta hjúkrunarfræðinga.
- Húsnæðismál – Lýsing er að fara úr húsnæðinu á Suðurlandsbraut. Fyrirspurnir hafa borist um áhuga félagsins að selja hæðina á Suðurlandsbrautinni. Samþykkt að hafa málið opið til umræðu af hálfu stjórnar.
Fundi slitið kl. 15:40
Fríða Björg Leifsdóttir
Ritari stjórnar Fíh.