Hjukrun.is-print-version

22. fundur stjórnar starfstímabilið 2007 -2009

RSSfréttir
30. júní 2008
 

30. júní 2008 kl. 15:30

Fundinn sátu: 

Elsa B. Friðfinnsdóttir, formaður,  Halla Grétarsdóttir, 1. varaformaður, Elín Ýrr Halldórsdóttir, 2. varaformaður, Fríða Björg Leifsdóttir, ritari, Hrund Helgadóttir, meðstjórnandi, Gyða Ölvisdóttir, varamaður.

Til afgreiðslu:

  1. Fundargerð síðasta fundar - frestað.
  2. Skipun stjórnar vinnudeilusjóðs.  Samþykkt á skipa Eygló Ingadóttur, gjaldkera stjórnar Fíh, Sólveigu Stefánsdóttur, fjármálastjóra Fíh og Hildi Einarsdóttur, sérfræðing í hjúkrun sem aðalmenn í stjórn vinnudeilusjóðs.
  3. Úthlutunarreglur og umsóknarferli vinnudeilusjóðs.  Lagðar fram tillögur stjórnar vinnudeilusjóðs um umsóknarferli og úthlutunarreglur sjóðsins.  Samþykkt með orðalagsbreytingum.
  4. Skipun Hildar Helgadóttur í undanþágunefnd vegna boðaðs yfirvinnubanns hjúkrunarfræðinga staðfest.

Til umræðu:

  1. Kjarasamningar.  Stjórnarfundurinn fór fram í beinum tengslum við samningafund og því farið yfir þá stöðu sem þá var uppi.

Fundi slitið kl. 16:00

Elsa B. Friðfinnsdóttir, formaður.

Til baka

Þetta vefsvæði notar vafrakökur.

Lesa skilmála