15.
september 2008
25. Fundur stjórnar Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga
starfstímabilið 2007- 2009
15. september 2008 kl 13:30
Fundinn sátu:
Elsa B. Friðfinnsdóttir formaður, Halla Grétarsdóttir 1. varaformaður, Stefanía B. Arnardóttir varamaður, Elín Ýrr Halldórsdóttir 2.varaformaður, Gyða Ölvisdóttir varamaður.
Til afgreiðslu:
1. Fundargerðir 23. og 24.fundar samþykktar (breyta dagsetningu í lið 6. Mænuskaðastofnun Íslands sem halda á 19. september á stöð 2 ekki 23.)
2. Beiðni um útfararstyrk, vísað var í umræðu frá síðasta aðalfundi félagsins og erindinu hafnað.
Til umræðu:
3. Hjúkrunarþing Fíh 6. og 7. nóvember 2008. Aðalbjörg Finnbogadóttir kom á fundinn og sagði frá fyrirhugaðri áhugaverðri dagskrá.
4. Tímarit hjúkrunarfræðinga, Christer Magnusson ritstjóri kom inn á fundinn og sagði frá markmiðum sínum og þeirri vinnu sem er í gangi til að efla blaðið. Stjórn lýsti ánægju sinni með þær breytingar sem unnið væri að á tímaritinu.
5. Rekstraryfirlit félagsins janúar-júlí 2008 skoðað og rætt. Stefnt að því að funda með orlofsnefnd. ( Elín Ýrr vék af fundi)
6. Grein fyrrverandi framkvæmdastjóra SLFÍ í september tölublaði Sjúkraliðans var til umræðu og í framhaldi af því var formanni falið að leiðrétta rangfærslur í greininni.
7. Tillaga nefndar BHM um endurhæfingasjóð, þar er ýmslegt að skoða og mikilvægt að sjóðurinn starfi í þágu þeirra sem þurfa endurhæfingu, einnig að umræðan sé tekin í tengslum við rétt einstaklinga til hlutaveikinda. Frekari umræðu frestað.
8. Erindi kom frá formanni BHM um að fá fund til að skiptast á upplýsingum og var ákveðið að bjóða formanni BHM og framkvæmdastjóra á fund hjá félaginu.
9. Staða innleiðingar skjalastjórnunarkerfisins Focal - frestað.
10. Hugmynd um að bjóða EFN að haldi hér haust- eða vorfund 2010 var samþykkt.
11. Umsögn vegna greinagerða varðandi sjúkraliða - frestað.
Til kynningar:
12. Undirbúningur afmælishátíðar Fíh - frestað.
13. Önnur mál
a. Ákveðið var að fá Jórunni Frímannsdóttir til að halda kynningu um fyrirhugaðan flutning heimahjúkrunar til Reykjarvíkurborgar.
b. Samþykkt að dagsetning á aðalfundi Fíh verði 12. maí 2009.
c. Erindi um þjóðarátak gegn einelti - frestað.
Fundi slitið 15:40
Gyða Ölvisdóttir, fundarritari.
starfstímabilið 2007- 2009
15. september 2008 kl 13:30
Fundinn sátu:
Elsa B. Friðfinnsdóttir formaður, Halla Grétarsdóttir 1. varaformaður, Stefanía B. Arnardóttir varamaður, Elín Ýrr Halldórsdóttir 2.varaformaður, Gyða Ölvisdóttir varamaður.
Til afgreiðslu:
1. Fundargerðir 23. og 24.fundar samþykktar (breyta dagsetningu í lið 6. Mænuskaðastofnun Íslands sem halda á 19. september á stöð 2 ekki 23.)
2. Beiðni um útfararstyrk, vísað var í umræðu frá síðasta aðalfundi félagsins og erindinu hafnað.
Til umræðu:
3. Hjúkrunarþing Fíh 6. og 7. nóvember 2008. Aðalbjörg Finnbogadóttir kom á fundinn og sagði frá fyrirhugaðri áhugaverðri dagskrá.
4. Tímarit hjúkrunarfræðinga, Christer Magnusson ritstjóri kom inn á fundinn og sagði frá markmiðum sínum og þeirri vinnu sem er í gangi til að efla blaðið. Stjórn lýsti ánægju sinni með þær breytingar sem unnið væri að á tímaritinu.
5. Rekstraryfirlit félagsins janúar-júlí 2008 skoðað og rætt. Stefnt að því að funda með orlofsnefnd. ( Elín Ýrr vék af fundi)
6. Grein fyrrverandi framkvæmdastjóra SLFÍ í september tölublaði Sjúkraliðans var til umræðu og í framhaldi af því var formanni falið að leiðrétta rangfærslur í greininni.
7. Tillaga nefndar BHM um endurhæfingasjóð, þar er ýmslegt að skoða og mikilvægt að sjóðurinn starfi í þágu þeirra sem þurfa endurhæfingu, einnig að umræðan sé tekin í tengslum við rétt einstaklinga til hlutaveikinda. Frekari umræðu frestað.
8. Erindi kom frá formanni BHM um að fá fund til að skiptast á upplýsingum og var ákveðið að bjóða formanni BHM og framkvæmdastjóra á fund hjá félaginu.
9. Staða innleiðingar skjalastjórnunarkerfisins Focal - frestað.
10. Hugmynd um að bjóða EFN að haldi hér haust- eða vorfund 2010 var samþykkt.
11. Umsögn vegna greinagerða varðandi sjúkraliða - frestað.
Til kynningar:
12. Undirbúningur afmælishátíðar Fíh - frestað.
13. Önnur mál
a. Ákveðið var að fá Jórunni Frímannsdóttir til að halda kynningu um fyrirhugaðan flutning heimahjúkrunar til Reykjarvíkurborgar.
b. Samþykkt að dagsetning á aðalfundi Fíh verði 12. maí 2009.
c. Erindi um þjóðarátak gegn einelti - frestað.
Fundi slitið 15:40
Gyða Ölvisdóttir, fundarritari.