Hjukrun.is-print-version

28. Fundur stjórnar starfstímabilið 2007- 2009

RSSfréttir
3. nóvember 2008
28. fundur stjórnar Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga
Starfstímabilið 2007 – 2009
3. nóvember 2008 kl 13:30

Fundinn sátu:
Elsa B. Friðfinnsdóttir, formaður, Elín Ýrr Halldórsdóttir, 2. varaformaður, Fríða Björg Leifsdóttir, ritari, Stefanía B. Arnardóttir, varamaður, Gyða Ölvisdóttir, varamaður, Hrund Helgadóttir, meðstjórnandi, Halla Grétarsdóttir, 1. varaformaður á símafundi.
Til afgreiðslu:
1. Fundargerð síðasta fundar samþykkt án athugasemda.
2. Tillaga frá stjórn Vinnudeilusjóðs um styrk til LMFÍ. Stjórn vinnudeilusjóðs leggur til að veittur verði styrkur úr vinnudeilusjóði að upphæð 250.000 kr vegna kostnaðar tengdum samningamálum. Stjórn samþykkir að veita LMFÍ 250.000 kr styrk úr vinnudeilusjóði.
Til umræðu:
3. Umræður og niðurstaða félagsráðsfundar.
Mjög misjöfn skipting í vinnuhópa á fundinum. Jón Aðalbjörn setji upp verkefnahópa á vefinn og stjórnarmaður í hverjum hópi kalli saman fyrsta fund og ákveðið verði með framhaldið í kjölfarið af þeim fundi. Starfsmenn félagsins komi á fundi með þau gögn sem til eru fyrir hvern og einn hóp. Setja mætti þau gögn inn á vefsvæði hvers hóps til að auðvelda undirbúning fyrir fundinn. Samþykkt að óska eftir því við Guðlaugu Rakel Guðjónsdóttur, sem stýrði umbótanefndinni, að hún bætist í hóp þeirra fjögurra sem verið hafa í stýrihópi innleiðingarinnar.
4. Húsnæðismál – tilboð lagt fyrir Exista vegna mögulegra makaskipta á húsnæði Fíh við Exista á Suðurlandsbraut 22. Ekki hefur borist formleg svar frá Exista vegna málsins. Fulltrúar Exista koma á fund þriðjudaginn 4. nóv vegna málsins.

5. Staða samninga hjúkrunarfræðinga við Sjúkratryggingar Íslands. Hrund kynnti stöðu mála á samningum Fíh við Sjúkratryggingar Íslands. Rekstraráætlun hefur verið lögð fram og samningar um greiðslur eru á næsta leiti. Gert er ráð fyrir að á endanum fari hugmyndir í útboð og verði ekki í samningsumboði Fíh.
Til kynningar:
6. Önnur mál
a. Fundarplan 2009 – fundir stjórnar hefjast á ný 12. janúar 2009 og verða haldnir á tveggja vikna fresti í kjölfarið. Vinnufundur stjórnar verður 23. mars og síðasti stjórnarfundur í óbreyttri mynd verður mánudaginn 4. maí 2009. Aðalfundur Fíh verður haldinn 12. maí 2009.
b. Kvörtun til umboðsmanns Alþingis vegna samninga við sjálfstætt starfandi heimilislækna. Beðið er eftir áliti sem ekki hefur borist.
c. Hreyfiseðlar – Gyða Ölvisdóttir kynnti hugmyndir Ástu Ragnheiðar Jóhannesdóttur, alþingismanns.
d. Vistunarmat og fækkun á biðlistum á LSH vegna biðar eftir plássi á dvalarheimilum samkvæmt nýrri skýrslu LSH. Málið rætt, m.a. þær athugasemdir sem komu fram á málþingi fagdeildar öldrunarhjúkrunarfræðinga.
e. Rætt um áframhaldandi störf samninganefndar félagsins.



Ekki voru fleiri mál tekin fyrir á fundinum.
Fundi slitið kl. 15:15.


Fríða Björg Leifsdóttir, ritari stjórnar Fíh
Til baka

Þetta vefsvæði notar vafrakökur.

Lesa skilmála