Hjukrun.is-print-version

Ályktun hjúkrunarþings um heilbrigðiskerfið

RSSfréttir
6. nóvember 2008

Reykjavík 10. nóvember 2008



Guðlaugur Þór Þórðarson, heilbrigðisráðherra
Heilbrigðisráðuneytið 
Vegmúla 3
150 Reykjavík


Ályktun frá hjúkrunarþingi Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga haldið 6.-7. nóvember 2008


Hjúkrunarþing Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga er haldið annað hvert ár og þar er fjallað um stefnu félagsins í faglegum málefnum hjúkrunar. Í ár fólst vinna þingsins aðallega í því að endurskoða stefnu félagsins í hjúkrunar- og heilbrigðismálum í tengslum við breytt lagaumhverfi og ný tækifæri fyrir hjúkrunarfræðinga. 


Á þinginu var samþykkt eftirfarandi ályktun.


Hjúkrunarþing Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga haldið 6. og 7. nóvember 2008 hvetur stjórnvöld til að standa sérstakan vörð um heilbrigðiskerfið við þær samfélagsaðstæður sem nú eru uppi. Heilbrigðiskerfið hefur á að skipa miklum mannauði vel menntaðra hjúkrunarfræðinga sem að sjálfsögðu lýsa sig reiðubúna til virkrar þátttöku í því að tryggja áframhaldandi heilbrigði og velferð landsmanna, nú þegar mest á reynir.






F.h. stjórnar Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga




____________________________
Elsa B. Friðfinnsdóttir, formaður
Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga





Til baka

Þetta vefsvæði notar vafrakökur.

Lesa skilmála