Hjukrun.is-print-version

Umsögn um tillögu til þingsályktunar

RSSfréttir
25. nóvember 2008

 

Reykjavík 25. nóvember 2008

Nefndasvið Alþingis

Austurstræti 8 - 10

150 Reykjavík

Efni: Umsögn um tillögu til þingsályktunar um málsvara fyrir aldraða, 18. mál.

Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga (Fíh) þakkar beiðni um umsögn um tilvísaða  þingsályktunartillögu.  Undirrituð leitaði álits fagdeildar öldrunarhjúkrunarfræðinga innan Fíh við umsögnina.

Um leið og Fíh fagnar tillögu til þingsályktunar um málsvara fyrir aldraða telur félagið að mikilvægt sé að málsvarinn verði óháður.  Félagið telur ekki vænlegt að farin verði sú leið að sveitarfélögin taki að sér þessa hagsmunagæslu. Það er álit félagsins að ef eldri borgarar telji sveitarfélag brjóta á rétti sínum t.d. til þjónustu, þá geti verið erfitt fyrir viðkomandi að treysta því að sveitarfélagið sé hans málsvari.  Það geti því vart verið ákjósanlegt að sveitarfélagið verði þannig „dómari í eigin sök“. 

Virðingarfyllst,

F.h. stjórnar Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga,

________________________________________

Elsa B. Friðfinnsdóttir, formaður

             

Til baka

Þetta vefsvæði notar vafrakökur.

Lesa skilmála