Hjukrun.is-print-version

30. fundur stjórnar starfstímabilið 2007 - 2009

RSSfréttir
8. desember2008
 8. desember 2008 kl. 13:30

Fundinn sátu:

Elsa B. Friðfinnsdóttir, formaður, Halla Grétarsdóttir, 1. varaformaður, Elín Ýrr Halldórsdóttir, 2. varaformaður, Fríða Björg Leifsdóttir, ritari, Eygló Ingadóttir, gjaldkeri, Hrund Helgadóttir, meðstjórnandi, Hólmfríður Kristjánsdóttir, meðstjórnandi, Stefanía Arnardóttir, varamaður, Gyða Ölvisdóttir, varamaður.

Til afgreiðslu:

1.      Fundargerð síðasta fundar samþykkt

2.      Rekstraráætlun Fíh 2008 og 2009.  Sólveig Stefánsdóttir fjármálastjóri Fíh kemur á fundinn kl. 13:45.  Sólveigu færðar þakkir fyrir góð störf á árinu sem er að líða.

3.      Skipun fulltrúa Fíh í stjórn Lífeyrissjóðs hjúkrunarfræðinga.  Skipunartími stjórnar Lífeyrissjóðs hjúkrunarfræðinga rennur út um næstu áramót. Umræða um kynjaskiptingu í stjórnum lífeyrissjóða.  Ákveðið að setja saman auglýsingu á netið þar sem áhugasamir um stöðuna verða hvattir til að hafa samband við félagið. 

4.      Tillaga stjórnar Samtaka heilbrigðisstétta um að leggja samtökin niður.  Stjórn samþykkir tillögu stjórnar SHS.

5.      Svar stjórnar Vísindasjóðs við erindi um kostun auka tölublaðs Th.  Stjórn Vísindasjóðs samþykkti að styrkja útgáfu sérblaðs um 500.000 kr.  Þakkar stjórn Fíh stjórn Vísindasjóðs fyrir veittan stuðning.  Stjórn Vísindasjóðs lítur á málið sem einstakt tilfelli sem ekki hefur fordæmisgildi.

Til umræðu:

6.      Starfshópar innleiðingarinnar – staða mála.  Vinna komin mislangt á veg í hópunum.  Stjórnarmenn tengiliðir við hópa og sjá um að kalla hópana saman og vinna þau verkefni sem fyrir liggja. 

7.      Söguritunin.  Farið yfir stöðu mála eftir fundi og bréfasamskipti undanfarnar vikur vegna málsins.  Söguritara verður gert að standa við eigin tillögu og skila af sér verkinu full kláruðu samkvæmt samningi í júní 2009.  Starfsmaður félagsins verður tengiliður við söguritara. 

Bókun stjórnar: Stjórn lýsir óánægju með framgang ritunar sögu hjúkrunar og eftirfylgni söguritunarnefndar.  Stjórn samþykkir að svo stöddu tillögur söguritunarnefndar dags. 4. desember 2008 þar sem endanlegur skiladagur handrits er 30. júní 2009.

8.      Boðaður sparnaður á heilbrigðisstofnunum.  Ekki hafa verið gefnar út formlegar línur um flatan niðurskurð á heilbrigðisstofnunum um land allt.  Rætt um formlega ályktun stjórnar Fíh vegna niðurskurðar, hvoru tveggja almennt vegna niðurskurðar og einnig í sértækum málum er snúa að ákveðnum stofnunum.

9.      Aðkoma Fíh að „kreppunni“.  Hefur m.a. verið rætt í afmælisnefnd Fíh.  Verður rætt frekar þegar meiri upplýsingar liggja fyrir.

Til kynningar:

10.  Svar stjórnar BHM við umsókn félagsins um styrk vegna kjaramála og athugasemdir formanns Fíh til stjórnar BHM.

11.  Ályktun fagdeildar öldrunarhjúkrunarfræðinga vegna starfa vistunarmatsnefndar höfuðborgarsvæðisins.

12.  Önnur mál

a.       Vinnudeilusjóður – Eygló Ingadóttir, óskar eftir umræðu um stærð og getu vinnudeilusjóðs til greiðslna í vinnudeilum hjúkrunarfræðinga.  Hugmyndir um að hefja greiðslur í vinnudeilusjóð að nýju. 

Bókun stjórnar: Stefnt verði að því að vinnudeilusjóður haldi þeirri stærð að hægt sé að standa undir 6 vikna vinnudeilu með því að greiða út 80% af dagvinnulaunum. 

b.      Afmælisnefnd – Leggur til að 15. janúar 2009 marki upphaf afmælisársins.  Stjórn félagsins geri sig sjáanlega þennan dag og fari í heimsóknir til hjúkrunarfræðinga á deildum LSH.

c.       Jón Aðalbjörn Jónsson, kjörinn ritari stjórnar Fíh hefur sagt af sér stjórnarstörfum fyrir Fíh, í framhaldi ráðningar í starf alþjóðafulltrúa félagsins.

Fundi slitið kl. 15:40

Fundargerð ritaði Fríða Björg Leifsdóttir, ritari stjórnar Fíh.

Til baka

Þetta vefsvæði notar vafrakökur.

Lesa skilmála