12. janúar 2009 kl. 13:30
Fundinn sátu:
Til afgreiðslu:
1. Fundargerð síðasta fundar samþykkt með smávægilegum orðalagsbreytingum.
2. Samþykkt var að Hildur Einarsdóttir verði skipuð varafulltrúi Fíh í stjórn Lífeyrissjóðs hjúkrunarfræðinga.
3. Halla lagði fram tillögu að breyttri dagskrá í tilefni níutíu ára afmælis Fíh og lagði til að dregið yrði úr kostnaði. Stjórnarmenn sammþykktu tillöguna fyrir sitt leyti og ræddu jafnframt um að í ljósi breyttar þjóðfélagsstöðu og niðurskurðar bæri að setja þungann í starfsemi félagsins á þjónustu við félagsmenn.
Til umræðu:
4. Rætt var um skipun starfshóps um stefnu Fíh í upplýsingatækni og var samþykkt að setja af stað vinnu í því máli.
5. Elsa sagði frá boðuðum sparnaði á heilbrigðisstofnunum um land allt. Miklar umræður voru meðal stjórnarmanna varðandi þessi mál og samþykkt var eftirfarandi ályktun um málið:
Til kynningar:
6. Búið er að ráða Sunnu Kristínu Símonardóttur, bókmenntafræðing og MA í kynjafræði í fjóra tíma á viku sem ritstjórnarfulltrúa við Tímarit hjúkrunarfræðinga. Um tímabundna ráðningu er að ræða til 31. maí 2009.
7. Kynnt var svar umboðsmanns Alþingis við kvörtunum Fíh vegna samninga Samninganefndar heilbrigðisráðherra (SHBR) og Læknafélags Íslands (LÍ) um einkareknar heilsugæslustöðvar.
8. Umsögn Fíh um frumvarp til laga um sjúkraskrár hefur verið sent frá félaginu en Ásta Thoroddsen dósent veitti félaginu ráðgjöf við umsögnina.
9. Drög að frumvarpi til laga um heilbrigðisstarfsmenn eru nú til umsagnar hjá félaginu og bað Elsa stjórnarmenn að senda inn athugasemdir fyrir 19. janúar.
Fundi slitið kl. 16:40.
Gyða Ölvisdóttir, fundarritari.