Hjukrun.is-print-version

32. fundur stjórnar starfstímabilið 2007 - 2009

RSSfréttir
26. janúar 2009

32. fundur stjórnar Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga

starfstímabilið 2007 – 2009

26. janúar 2009 kl. 13:30

Fundinn sátu: Elsa B. Friðfinnsdóttir, formaður, Halla Grétarsdóttir, 1. varaformaður, Elín Ýrr Halldórsdóttir, 2. varamaður, Fríða Björg Leifsdóttir, ritari, Eygló Ingadóttir, gjaldkeri, Hrund Helgadóttir, meðstjórnandi, Gyða Ölvisdóttir, varamaður , Hólmfríður Kristjánsdóttir, meðstjórnandi.

Til afgreiðslu:

1.      Fundargerð síðasta fundar samþykkt með smávægilegum breytingum á 6. lið.

2.      Tillaga um breytingar á reglum um ferða – og dvalarkostnað. Reglum verður ekki breytt að sinni. 

3.      Erindi frá fagdeild skurðhjúkrunarfræðinga varðandi gæðastaðla á einkaskurðstofum.  Formaður mun senda Landlækni bréf til stuðnings erindis fagdeildarinnar.

Til umræðu:

4.      Reikningar ársins 2008 og fjárhagsáætlun fyrir 2009.  Sólveig Stefánsdóttir, fjármálastjóri kom á fundinn kl. 13:45.  Rætt um mögulegar niðurskurðar tillögur vegna fjárhagsáætlunar 2009.

·        Fjárveiting til ímyndarverkefnis lækkuð úr 2 milljónum í eina milljón.

·        Ferðum vegna erlendrar samvinnu haldið í algjöru lágmarki t.d. aðeins einn sendur á hvern fund og enginn á stjórnarfund ICN í Durban.

·        Ekki verði ráðin afleysing á skrifstofu félagsins og skrifstofan verði lokuð í þrjár vikur í sumar eins og tíðkaðist áður.

·        Laun formanns lækki um rúmlega 6%.

5.      Kjarasamningar framundan.  Viðræðuáætlun verði undirrituð og fundir settir á með samninganefnd ríkisins áður en gildandi samningur rennur úr gildi.

6.      Boðaður sparnaður á heilbrigðisstofnunum.  Vinnuhópar á vegum ráðuneytis eru enn að störfum.  Niðurstöður eru ekki komnar í mörg mál er snúa að starfsvettvangi hjúkrunarfræðinga.  Stjórn fylgist náið með niðurstöðum vinnuhópa.

7.      Staða innleiðingar laga Fíh.  Vinna heldur áfram í öllum innleiðingarhópum.  Hægast gengur að fá svör frá svæðisdeildum en erindi voru send til þessara deilda fyrir miðjan desember 2008. 

Til kynningar:

8.      Svar Landlæknisembættisins vegna ályktunar fagdeildar öldrunarhjúkrunarfræðinga um störf Vistunarmatsnefndar.

9.      Önnur mál

a.       Húsnæðismál – viðræður hafa verið í gangi milli aðila vegna málsins.

b.      Ganga til styrktar heilbrigðiskerfinu – ungir læknar hafa ákveðið að efna til göngu n.k. föstudag gegn niðurskurði í heilbrigðiskerfinu.  Óskað var eftir hvatningu stjórnar til félagsmanna um þátttöku í göngunni. 

Fundi slitið kl. 15:45

Fríða Björg Leifsdóttir, ritari stjórnar Fíh.

Til baka

Þetta vefsvæði notar vafrakökur.

Lesa skilmála