Hjukrun.is-print-version

Ályktun aðalfundar Fíh um samninga við sjálfstætt starfandi - heilbrigðisráðherra 2009

RSSfréttir
12. maí 2009

Aðalfundur Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga haldinn 12. maí 2009, hvetur stjórnvöld til að ganga til samninga við hjúkrunarfræðinga sbr. lög um heilbrigðisþjónustu frá 1. september 2007, þar sem kveðið er skýrt á um heimild ráðherra til að semja um og bjóða út bæði rekstur og kaup á heilbrigðisþjónustu. Aðalfundurinn bendir á að styttri legutími á sjúkrahúsum og áhersla á að aldraðir og langveikir búi sem lengst á eigin heimilum kalli á aukna sérhæfða hjúkrunarþjónustu utan stofnana. Með slíkum samningum má bæta gæði í heilbrigðisþjónustu og draga úr kostnaði.

Til baka

Þetta vefsvæði notar vafrakökur.

Lesa skilmála