Hjukrun.is-print-version

Ályktun aðalfundar Fíh um sparnað

RSSfréttir
12. maí 2009
Aðalfundur Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga (Fíh) haldinn 12. maí 2009, óskar nýrri ríkisstjórn velfarnaðar í þeim erfiðu verkefnum sem framundan eru. Aðalfundur Fíh vill ítreka nauðsyn þess að haft sé samráð við heilbrigðisstéttir varðandi aðgerðir sem snerta skjólstæðinga þeirra sem og vinnuumhverfi og kjör heilbrigðisstarfsmanna. Aðalfundurinn skorar á ríkisstjórnina að gæta þess að sparnaður og hagræðing í heilbrigðiskerfinu komi ekki niður á öryggi sjúklinga. Einnig vill félagið minna á mikilvægi þess að halda áfram úti öflugri heilsuvernd í samfélaginu og koma þannig í veg fyrir að ástandið nú hafi skaðleg áhrif á heilsufar þjóðarinnar til langs tíma.
Til baka

Þetta vefsvæði notar vafrakökur.

Lesa skilmála