12.
maí 2009
Reykjavík 12. maí 2009
Ögmundur Jónasson heilbrigðisráðherra
Heilbrigðisráðuneytið
Vegmúla 3
150 Reykjavík
Efni: Ályktun aðalfundar Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga 12. maí 2009
Aðalfundur Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga haldinn 12. maí 2009, hvetur nýja ríkisstjórn Samfylkingar og Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs að falla frá áætlunum um að færa yfirstjórn heimahjúkrunar og hjúkrunarheimila frá heilbrigðisráðuneyti til félags- og tryggingamálaráðuneytis. Nýjar reglur um vistunarmat aldraðra leiða til þess að eingöngu þeir aldraðir sem hafa fjölþætt heilbrigðisvandamál og þurfa mikla hjúkrunarþjónustu vistast nú á hjúkrunarheimilum, enda úrræði félagsþjónustunnar þá fullreynd. Þjónusta á hjúkrunarheimilum er fyrst og fremst heilbrigðisþjónusta og getur því ekki fallið undir hugmyndafræði félagsmála.
F.h. stjórnar Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga
____________________________
Elsa B. Friðfinnsdóttir, formaður
Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga
Afrit sent:
Árni Páll Árnason félagsmálaráðherra
Þórunn Ólafsdóttir hjúkrunarforstjóri Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins
Ályktunin birtist á vefsíðu Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga
Ögmundur Jónasson heilbrigðisráðherra
Heilbrigðisráðuneytið
Vegmúla 3
150 Reykjavík
Efni: Ályktun aðalfundar Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga 12. maí 2009
Aðalfundur Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga haldinn 12. maí 2009, hvetur nýja ríkisstjórn Samfylkingar og Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs að falla frá áætlunum um að færa yfirstjórn heimahjúkrunar og hjúkrunarheimila frá heilbrigðisráðuneyti til félags- og tryggingamálaráðuneytis. Nýjar reglur um vistunarmat aldraðra leiða til þess að eingöngu þeir aldraðir sem hafa fjölþætt heilbrigðisvandamál og þurfa mikla hjúkrunarþjónustu vistast nú á hjúkrunarheimilum, enda úrræði félagsþjónustunnar þá fullreynd. Þjónusta á hjúkrunarheimilum er fyrst og fremst heilbrigðisþjónusta og getur því ekki fallið undir hugmyndafræði félagsmála.
F.h. stjórnar Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga
____________________________
Elsa B. Friðfinnsdóttir, formaður
Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga
Afrit sent:
Árni Páll Árnason félagsmálaráðherra
Þórunn Ólafsdóttir hjúkrunarforstjóri Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins
Ályktunin birtist á vefsíðu Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga