Fimmtudaginn 28. maí 2009 kl. 12:30
Mættir:
Elsa B. Friðfinnsdóttir, Aðalheiður D. Matthíasdóttir, Ragnheiður Gunnarsdóttir, Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir, Dóróthea Bergs, Fjóla Ingimundardóttir, Gunnar Helgason, Helga Atladóttir, Hildur Einarsdóttir, Íris Dröfn Björnsdóttir, Jóhanna Oddsdóttir, Jónbjörg Sigurjónsdóttir, Kristín Thorberg, Sigurveig Gísladóttir, Stella S. Hrafnkelsdóttir, Svanhildur Jónsdóttir, Þórdís Borgþórsdóttir
Boðuð forföll:
Guðbjörg Pálsdóttir
Til afgreiðslu:
1. Kosning varaformanns Fíh, gjaldkera og ritara stjórnar.
a. Varaformaður: Aðalheiður D. Matthíasdóttir
b. Gjaldkeri: Ragnheiður Gunnarsdóttir
c. Ritari: Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir
2. Stofnun framkvæmdaráðs og starfsreglur, sbr. tillögur innleiðingarhóps 3.
a. Umræður um mikilvægi framkvæmdaráðs, almennur stuðningur við þetta fyrirkomulag. Formaður mun senda dagskrá framkvæmdarráðsfunda til stjórnar fyrir fundi. Fyrirspurn kom um hvort varamaður ætti ekki að vera fyrir varaformann á framkvæmdaráðsfundum t.d. ritari og/eða gjaldkeri.
i. Stofnun framkvæmdaráðs staðfest.
ii. Samþykkt að ritari eða gjaldkeri séu varamenn varaformanns á framkvæmdaráðsfundum.
iii. Starfsreglur samþykktar sem vinnudrög og munu endurskoðaðar eftir 6 mánuði.
3. Stjórnarfundir
a. Ef stjórnarmaður kemst ekki á stjórnarfund þá er ekki áætlað að varamaður komi í stað hans.
b. Fundartímar – þriðjudagar 12.30-15.30 er besti fundartíminn. Næstu fundir:
i. 23. júní 2009.
ii. 1. sept. 2009
iii. 27. október 2009
iv. 8. desember 2009
v. 19. janúar 2010
vi. 9. mars 2010 undirbúningur fyrir aðalfund
vii. 4. maí 2010 dagskrá aðalfundar afgreidd
viii. Fimmtudagur 20. maí - Aðalfundur
Til umræðu:
4. Rekstraryfirlit janúar-mars 2009. Sólveig Stefánsdóttir, fjármálastjóri Fíh kom á fundinn.
a. Umræður um hvort mögulegt væri að lækka burðarkostnað með því að hafa gögn til stjórnarmanna á rafrænu formi.
b. Skuldlaust félag, rekstur í samræmi við áætlun í flestum liðum.
c. Sjóðirnir – Umræður um úthlutunarreglur orlofssjóðs og hvernig skuli standa að kynningarmálum.
5. Markmið og áætlun um störf Fíh 2009-2010.
Heilbrigðismálin, tímar framundan erfiðir. Formaður lagði til að júnífundurinn yrði m.a. notaður í að vinna að tillögum félagsins að forgangsröðun og endurskipulagningu heilbrigðiskerfisins. Formaður taldi þrjú mál vera í forgrunni: Sjúkratryggingar, takmörkun meðferða og æskilegan fjölda heilbrigðisstofnana og hlutverk þeirra.
6. Skipurit Fíh.
a. Skipurit samþykkt af stjórn.
b. Formaður fór yfir starfskjör og verkefni formanns og starfsfólks félagsins.
c. Ákveðið að endurráða ritstjóra og alþjóðafulltrúa. Starfsheiti alþjóðafulltrúa breytt í hjúkrunarfræðingur í alþjóðamálum og sérverkefnum.
7. Starfsreglur stjórnar Fíh.
a. Ákveðið að fresta fram að næsta fundi.
8. Starfslýsing formanns Fíh.
a. Ákveðið að fresta fram að næsta fundi.
9. Starfslýsing sviðstjóra kjara- og réttindasviðs Fíh.
a. Ákveðið að fresta fram að næsta fundi.
10. Starfslýsing sviðstjóra fagsviðs Fíh.
a. Ákveðið að fresta fram að næsta fundi.
11. Úrsögn Fíh úr BHM – undirbúningur.
a. Formaður fór yfir hugsanleg samningsatriði varðandi úrsögn úr BHM. Athuga verður með sjúkrasjóð og styrktarsjóð hvort áframhaldandi aðild að sjóðunum sé möguleg. Ef ekki þarf að stofna þessa sjóði innan félagsins. Fara verður yfir hvernig önnur félög fóru út úr bandalaginu eins og Læknafélag Íslands. Brýnt er að byrja á lögfræðilegri vinnu núna í sumar. Formaður fékk samþykki stjórnar til að ganga til samninga við lögmannsstofuna Lex við þessa undirbúningsvinnu.
Til kynningar:
12. Starfsmannastefna Fíh.
13. Gæðaskjöl.
14. Önnur mál.
a. Formaður fór yfir stöðu mála í kjaramálum.
Fundi slitið kl. 16.00
Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir, fundarritari