Hjukrun.is-print-version

2. fundur stjórnar Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga starfstímabilið 2009 - 2010

RSSfréttir
23. júní 2009

 

Þriðjudaginn 23. júní 2009 kl. 12:30

Mættir:

Elsa B. Friðfinnsdóttir, Aðalheiður D. Matthíasdóttir, Ragnheiður Gunnarsdóttir, Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir, Dóróthea Bergs, Fjóla Ingimundardóttir, Helga Atladóttir, Hildur Einarsdóttir, Íris Dröfn Björnsdóttir, Jóhanna Oddsdóttir, Jónbjörg Sigurjónsdóttir, Kristín Thorberg, Sigurveig Gísladóttir, Stella S. Hrafnkelsdóttir, Svanhildur Jónsdóttir, Þórdís Borgþórsdóttir

Boðuð forföll:

Guðbjörg Pálsdóttir, Gunnar Helgason

Til afgreiðslu:

1.      Fundargerð síðasta fundar.

·        Samþykkt með smávægilegum orðalagsbreytingum.

2.      Skipun stjórnar Vísindasjóðs Fíh.

·        Tillaga framkvæmdaráðs frá 22. júní um skipan stjórnar Vísindasjóðs Fíh samþykkt.

3.      Skipun stjórnar Vinnudeilusjóðs Fíh.

·        Tillaga framkvæmdaráðs frá 22. júní um skipan stjórnar Vinnudeilusjósðs Fíh samþykkt.

4.      Dagsetning aðalfundar Fíh 2010.

·        Samþykkt að aðalfundur verði 27. maí 2010.

5.      Starfsreglur framkvæmdaráðs Fíh.

·        Samþykkt með nokkrum smávægilegum breytingum.

6.      Starfslýsing formanns Fíh.

·        Samþykkt með nokkrum smávægilegum breytingum.

7.      Starfslýsing sviðstjóra kjara- og réttindasviðs Fíh.

·        Samþykkt með nokkrum smávægilegum breytingum.

8.      Starfslýsing sviðstjóra fagsviðs Fíh.

·        Samþykkt með nokkrum smávægilegum breytingum.

9.      Ályktun vegna fjölgunar umsókna í nám í hjúkrunarfræði.

·        Umræður um fjölgun umsókna í nám í hjúkrunarfræði. Námið og staða hjúkrunar í samfélaginu rædd. Ályktun samþykkt.

10.  Áherslur stjórnar Fíh vegna niðurskurðar í heilbrigðiskerfinu.

·        Umræður um drög formanns að niðurskurðarhugmyndum, stjórnarmenn voru sáttir við efnislegt innihald. Því var ákveðið að setja drögin á vefinn og vinna betur í málfari fram að næstu helgi.

Til umræðu:

11.  Starfsreglur stjórnar Fíh.

·        Ákveðið að fresta umræðu til næsta fundar.

12.  Úrsögn Fíh úr BHM – undirbúningur.

·        Formaður tilkynnti stöðu mála. Skv. lögum BHM þarf Fíh að segja sig úr bandalaginu fyrir 1. okt. 2009 ef úrsögnin á að taka gildi um næstu áramót.

13.  Endurhönnun vefsvæðis Fíh.

·        Samþykkt að fela Jóni Aðalbirni að kanna möguleika og kostnað við endurhönnun vefsvæðis félagsins.

14.  Staða kjarasamninga.

·        Formaður kynnti stöðu mála í Karphúsinu. Umræður fóru fram um stöðuna almennt í samfélaginu og stöðu hjúkrunarfræðinga þar.

Til kynningar:

15.  Fundargerðir 1. og 2. fundar framkvæmdaráðs.

·        Formaður sagði frá söguritun félagsins og töfum sem hafa orðið á því ferli.

16.  Önnur mál.

·        Lögð fram tillaga framkvæmdarráðs frá 22. júní um skipan nefndar um endurskoðun á stefnu Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga í hjúkrunar- og heilbrigðismálum. Tillagan samþykkt.

Fundi slitið kl. 15:30

Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir, fundarritari

Til baka

Þetta vefsvæði notar vafrakökur.

Lesa skilmála