Hjukrun.is-print-version

6. fundur stjórnar Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga starfstímabilið 2009 – 2010

RSSfréttir
19. janúar 2010

Þriðjudaginn 19. janúar 2010 kl. 12:30


Mættir:
Elsa B. Friðfinnsdóttir, Aðalheiður D. Matthíasdóttir, Ragnheiður Gunnarsdóttir, Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir, Dóróthea Bergs, Fjóla Ingimundardóttir, Gunnar Helgason, Helga Atladóttir, Hildur Einarsdóttir, Íris Dröfn Björnsdóttir, Jónbjörg Sigurjónsdóttir, Kristín Thorberg, Svanhildur Jónsdóttir, Þórdís Borgþórsdóttir, Stella S. Hrafnkelsdóttir.


Boðuð forföll:
Guðbjörg Pálsdóttir, Jóhanna Oddsdóttir, Sigurveig Gísladóttir.



Til afgreiðslu:
Fundargerð síðasta fundar.
Samþykkt með smávægilegum orðalagsbreytingum.
Skipun bráðabirgðastjórnar Styrktar- og sjúkrasjóðs Fíh og lánsumsókn úr Vinnudeilusjóði vegna Styrktar- og sjúkrasjóðs Fíh.
Tillaga um skipan bráðbirgðastjórnar Styrktar- og sjúkrasjóðs Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og lántöku hjá Vinnudeilusjóði til að fjármagna úthlutanir úr sjóðnum var samþykkt einróma.

Til umræðu:
Starfsreglur fyrir Styrktar- og sjúkrasjóð Fíh
Hildur kynnti drög að nýjum starfsreglum fyrir Styrktar- og sjúkrasjóð Fíh. Aðalheiður gerði athugsemdir við drög að úthlutunarreglum hins nýja sjúkra- og styrktarsjóðs Fíh, en hún sagði að samkvæmt þeim munu réttindi þeirra sem í dag eru í sjúkrasjóði BHM og verða í B-deild nýja sjóðsins skerðast verulega verði þessar reglur samþykktar af stjórn sjóðsins
Fjárhagsáætlun 2010
Sólveig Stefánsdóttir, fjármálastjóri kom á fundinn og kynnti fjárhagsáætlun 2010. Áætlunin gerir ráð fyrir tæpum tveggja milljóna króna hagnaði. Umræður voru um framlög til svæðisdeilda, fagdeilda og öldunga. Einnig fór fram umræða um hvort réttlátt væri að öldungar greiddu ekki félagsgjöld eins og nú er eða hvort þeir ættu að greiða faggjald eða aukaaðilagjald.
Jón Aðalbjörn kom á fundinn og kynnti fjárhagsáætlun alþjóðastarfs Fíh. Nokkrar breytingar gerðar til hagræðingar á ferðum erlendis á vegum félagsins. Áhersla á að starfa innan SSN og EFN en verulega dregið úr öðrum ferðum. Áætlunin skorin niður úr 4.350.000 í u.þ.b. 2.800.000 kr. Þar með eykst áætlaur hagnaður félagsins árið 2010 í um 3,5 milljónir króna.
Fjárhagsáætlunin var síðan samþykkt með breytingum á ferðakostnaði vegna alþjóðasamstarfsins.
Reglur orlofssjóðs – ávinnsla orlofspunkta (3. gr.).
Frestað til næsta fundar.
Reynslan af nýju skipulagi Fíh.
Frestað til næsta fundar.
Frumvarp til laga um heilbrigðisstarfsmenn, 308. mál.
Elsa mun senda drög að umsögn til stjórnarmanna í vikunni.

Önnur mál:
Greinagerð Landlæknisembættisins um mat á stöðu öryggismála varðandi mönnun á Landspítala í desember 2009.
Gunnar tók að sér að skrifa drög að ályktun stjórnar Fíh um úttekt Landlæknisembættisins. Þann 28. janúar stendur Fíh fyrir málþingi um öryggi sjúklinga og hjúkrunarfræðinga í starfi.


Einstaklingsmál – fært í trúnaðarbók.

Fundi lauk kl. 16.00.

Næsti fundur áætlaður 11. Feb. 2010.

Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir, fundarritari.

Til baka

Þetta vefsvæði notar vafrakökur.

Lesa skilmála