19.
janúar 2010
Yfirlýsing frá stjórn Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga
Stjórn Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga (Fíh) vekur athygli á að við vinnslu greinargerðar Landlæknisembættisins um mat á stöðu öryggismála varðandi mönnun á Landspítala hafi að mati stjórnarinnar, ekki verið notast við áreiðanleg eða réttmæt gögn. Niðurstöður matsins voru að álag á Landspítala hafi ekki aukist og að reynt hafi verið að gæta þess að niðurskurður bitni ekki á öryggi sjúklinga.
Við vinnslu greinargerðarinnar var notast við tölur úr sjúklingaflokkunarkerfi sem hefur ekki verið uppfært í langan tíma. Kerfið byggir á spá hjúkrunarfræðinga um þá hjúkun sem æskilegt væri að veita en ekki þá hjúkrun sem veitt hefur verið. Kerfið virðist einnig hafa lítið réttmæti þar sem kannanir frá 2006 og 2009 sem gerðar hafa verið meðal hjúkrunarfræðinga og sjúkraliða á Landspítala gefa til kynna að álag í starfi sé mikið og streita þó nokkur og eru niðurstöðrunar óbreyttar milli ára. Sjúklingaflokkunarkerfið hefur hins vegar gefið til kynna að álag hafi ekki aukist og að mönnun hafi aukist. Sjúklingaflokkunarkerfið var lagt niður í nóvember síðast liðnum og hefur upptöku nýs sjúklingaflokkunarkerfis verið frestað um óákveðinn tíma. Eins og staðan er í dag fer því engin skráning fram á Landspítala til þess að meta hjúkrunarþyngd eða þá hjúkrun sem veitt er.
Framundan er aukinn niðurskurður á Landspítala og hætta er á að slíkur niðurskurður komi niður á hjúkrun og öryggi sjúklinga. Því er mikilvægt að til séu á Landspítalanum mælitæki til þess að meta þá hjúkun sem veitt er og vinnuálag á hjúkrunarfræðinga og sjúkraliða. Þannig verður auðveldara að tryggja öryggi sjúklinga og draga réttar ályktanir um ástand mála.
Stjórn Fíh hvetur til þess að vinna við upptöku nýs sjúklingaflokkunarkerfis á Landspítala verði hafin sem fyrst þannig að tryggt sé að Landlæknisembættið geti í framtíðinni metið öryggi sjúklinga á áreiðanlegan hátt.
Stjórn Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga (Fíh) vekur athygli á að við vinnslu greinargerðar Landlæknisembættisins um mat á stöðu öryggismála varðandi mönnun á Landspítala hafi að mati stjórnarinnar, ekki verið notast við áreiðanleg eða réttmæt gögn. Niðurstöður matsins voru að álag á Landspítala hafi ekki aukist og að reynt hafi verið að gæta þess að niðurskurður bitni ekki á öryggi sjúklinga.
Við vinnslu greinargerðarinnar var notast við tölur úr sjúklingaflokkunarkerfi sem hefur ekki verið uppfært í langan tíma. Kerfið byggir á spá hjúkrunarfræðinga um þá hjúkun sem æskilegt væri að veita en ekki þá hjúkrun sem veitt hefur verið. Kerfið virðist einnig hafa lítið réttmæti þar sem kannanir frá 2006 og 2009 sem gerðar hafa verið meðal hjúkrunarfræðinga og sjúkraliða á Landspítala gefa til kynna að álag í starfi sé mikið og streita þó nokkur og eru niðurstöðrunar óbreyttar milli ára. Sjúklingaflokkunarkerfið hefur hins vegar gefið til kynna að álag hafi ekki aukist og að mönnun hafi aukist. Sjúklingaflokkunarkerfið var lagt niður í nóvember síðast liðnum og hefur upptöku nýs sjúklingaflokkunarkerfis verið frestað um óákveðinn tíma. Eins og staðan er í dag fer því engin skráning fram á Landspítala til þess að meta hjúkrunarþyngd eða þá hjúkrun sem veitt er.
Framundan er aukinn niðurskurður á Landspítala og hætta er á að slíkur niðurskurður komi niður á hjúkrun og öryggi sjúklinga. Því er mikilvægt að til séu á Landspítalanum mælitæki til þess að meta þá hjúkun sem veitt er og vinnuálag á hjúkrunarfræðinga og sjúkraliða. Þannig verður auðveldara að tryggja öryggi sjúklinga og draga réttar ályktanir um ástand mála.
Stjórn Fíh hvetur til þess að vinna við upptöku nýs sjúklingaflokkunarkerfis á Landspítala verði hafin sem fyrst þannig að tryggt sé að Landlæknisembættið geti í framtíðinni metið öryggi sjúklinga á áreiðanlegan hátt.