Hjukrun.is-print-version

7. fundur stjórnar Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga starfstímabilið 2009 – 2010

RSSfréttir
11. febrúar 2010

Fimmtudaginn 11. febrúar 2010 kl. 12:30

Mættir:
Elsa B. Friðfinnsdóttir, Aðalheiður D. Matthíasdóttir, Guðbjörg Pálsdóttir, Ragnheiður Gunnarsdóttir, Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir, Dóróthea Bergs, Fjóla Ingimundardóttir, Gunnar Helgason, Hildur Einarsdóttir, Jóhanna Oddsdóttir, Kristín Thorberg, Þórdís Borgþórsdóttir, Sigurveig Gísladóttir, Svanhildur Jónsdóttir.

Boðuð forföll:
Helga Atladóttir, Íris Dröfn Björnsdóttir, Jónbjörg Sigurjónsdóttir, Stella S. Hrafnkelsdóttir.

Til afgreiðslu:
Fundargerð síðasta fundar.
Samþykkt.
Rekstaráætlanir sjóða Fíh –
Sólveig Stefánsdóttir, fjármálastjóri kom á fundinn og fór yfir rekstraráætlanir sjóða Fíh. Áætlunin var samþykkt með eftirfarandi athugasemdum:
Beina því til stjórnar Vísindasjóðs að stefna að úthlutun sambærilegrar upphæðar úr Vísindasjóði og í fyrra.
Beina því til stjórnar Orlofssjóðs að skoða möguleika á því að hafa eitthvað í boði fyrir þá sem ferðast um hálendið.
Einnig voru stjórnarmenn sammála um að Vísindasjóður og Orlofssjóður ættu að hafa þá stefnu að safna ekki miklu eigin fé.

Til umræðu:
Uppgjör við BHM.
Umræður um styrktar- og sjúkrasjóð í kjölfar úrsagnar úr BHM.
Reglur orlofssjóðs – ávinnsla orlofspunkta (3. gr.).
Umræður um reglur orlofssjóðs. Stjórn samþykkti að leggja ekki til breytingar á reglunum.
Reynslan af nýju skipulagi Fíh.
Miklar umræður um skipulagið, fundarmenn sammála um að þetta sé gott skipulag en efla megi vinnu og frumkvæði stjórnarmanna.
Uppsagnir og lokun skurðstofa á HSS.
Íris mun gefa stjórn skýrslu á næstunni um þetta mál.

Til kynningar:
Grein EBF og JAJ um áhrif efnahagskreppunnar á hjúkrun og hjúkrunarfræðinga, gefið út hjá ICN.

Önnur mál.
Lagt fram bréf Önnu Stefánsdóttur og Helgu Bjarnadóttur vegna yfirlýsingar stjórnar Fíh um greinargerð Landlæknisembættisins.
Formaður sagði frá boði til Fíh um að aðild að afmælishátíð vegna 80 ára afmælis Vigdísar Finnbogadóttur, 15. apríl. Málinu vísað til framkvæmdaráðs Fíh.


Fundi lauk kl. 15.45.

Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir, fundarritari.

Til baka

Þetta vefsvæði notar vafrakökur.

Lesa skilmála