17.
febrúar 2010
Ályktun stjórnar Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga (Fíh) vegna áskorunar deildarfundar hjúkrunarfræðideildar Háskóla Íslands vegna fjárveitinga til náms í hjúkrunarfræði.
Stjórn Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga tekur undir áskorun 50. deildarfundar hjúkrunarfræðideildar Háskóla Íslands til menntamálaráðherra frá 4. febrúar þar sem lágum fjárveitingum til deildarinnar er harðlega mótmælt. Stjórn Fíh áréttar sérstaklega kröfu deildarfundarins um að nú þegar fari fram endurskoðun á þeirri reikniflokkun sem ráðuneytið styðst við í fjárveitingum til hjúkrunarfræðideildar. Þannig verði fullt tillit tekið til þess að um klínískt nám í háskóla er að ræða sem krefst mikillar og sérhæfðrar þjálfunar.
Niðurskurður í heilbrigðiskerfinu hefur leitt til þess að sá viðvarandi skortur sem verið hefur á hjúkrunarfræðingum hefur minnkað. Hins vegar er óljóst hvaða áhrif fækkun stöðugilda hjúkrunarfræðinga á heilbrigðisstofnunum mun hafa á heilbrigðiskerfið. Rétt er að ítreka að á næstu árum munu stórir árgangar hjúkrunarfræðinga fara á lífeyri og því er nauðsynlegt að tryggja nægan fjölda brautskráðra hjúkrunarfræðinga ár hvert svo áfram verði hægt að veita gæða hjúkrunarþjónustu hér á landi.
Stjórn Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga tekur undir áskorun 50. deildarfundar hjúkrunarfræðideildar Háskóla Íslands til menntamálaráðherra frá 4. febrúar þar sem lágum fjárveitingum til deildarinnar er harðlega mótmælt. Stjórn Fíh áréttar sérstaklega kröfu deildarfundarins um að nú þegar fari fram endurskoðun á þeirri reikniflokkun sem ráðuneytið styðst við í fjárveitingum til hjúkrunarfræðideildar. Þannig verði fullt tillit tekið til þess að um klínískt nám í háskóla er að ræða sem krefst mikillar og sérhæfðrar þjálfunar.
Niðurskurður í heilbrigðiskerfinu hefur leitt til þess að sá viðvarandi skortur sem verið hefur á hjúkrunarfræðingum hefur minnkað. Hins vegar er óljóst hvaða áhrif fækkun stöðugilda hjúkrunarfræðinga á heilbrigðisstofnunum mun hafa á heilbrigðiskerfið. Rétt er að ítreka að á næstu árum munu stórir árgangar hjúkrunarfræðinga fara á lífeyri og því er nauðsynlegt að tryggja nægan fjölda brautskráðra hjúkrunarfræðinga ár hvert svo áfram verði hægt að veita gæða hjúkrunarþjónustu hér á landi.