9.
mars 2010
Þriðjudaginn 9. mars 2010 kl. 12:30
Mættir:
Elsa B. Friðfinnsdóttir, Aðalheiður D. Matthíasdóttir, Ragnheiður Gunnarsdóttir, Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir, Dóróthea Bergs, Fjóla Ingimundardóttir, Gunnar Helgason, Hildur Einarsdóttir, Íris Dröfn Björnsdóttir, Jónbjörg Sigurjónsdóttir, Jóhanna Oddsdóttir, Kristín Thorberg, Þórdís Borgþórsdóttir, Svanhildur Jónsdóttir, Stella S. Hrafnkelsdóttir.
Boðuð forföll:
Guðbjörg Pálsdóttir, Helga Atladóttir, Sigurveig Gísladóttir.
Til afgreiðslu:
1. Fundargerð síðasta fundar.
a. Samþykkt.
2. Tillaga um stýringu eigna hjá Íslenskum verðbréfum.
a. Sólveig Stefánsdóttir, fjármálastjóri kom á fundinn og kynnti tillögu um stýringu eigna hjá Íslenskum verðbréfum. Tillagan var samþykkt með öllum greiddum atkvæðum.
3. Starfsreglur Styrktarsjóðs Fíh.
a. Starfsreglur Styrktarsjóðs Fíh voru samþykktar með öllum greiddum atkvæðum.
4. Úthlutunarreglur Styrktarsjóðs Fíh.
a. Úthlutunarreglur Styrktarsjóðs Fíh voru samþykktar með öllum greiddum atkvæðum.
5. Endurskipun stjórnar Styrktarsjóðs Fíh.
a. Stjórn Styrktarsjóðs Fíh var endurskipuð með öllum greiddum atkvæðum. Stjórnina skipa: Eygló Ingadóttir formaður, Hildur Einarsdóttir, Fríða Björg Leifsdóttir, Sigríður Zoega og Lukka Gissurardóttir.
6. Erindi frá stjórn Styrktarsjóðs Fíh.
a. Hildur kynnti erindi frá stjórn Styrktarsjóðs Fíh fyrir stjórnarmönnum um hugsanlegan rekstur styrktarsjóðsins.
7. Starfsreglur Sjúkrasjóðs Fíh.
a. Starfsreglur Sjúkrasjóðs Fíh voru samþykktar með öllum greiddum atkvæðum.
8. Úthlutunarreglur Sjúkrasjóðs Fíh.
a. Úthlutunarreglur Sjúkrasjóðs Fíh voru samþykktar með öllum greiddum atkvæðum.
9. Endurskipun stjórnar Sjúkrasjóðs Fíh.
a. Stjórn Sjúkrasjóðs Fíh var endurskipuð með öllum greiddum atkvæðum. Stjórnina skipa: Eygló Ingadóttir formaður, Hildur Einarsdóttir, Fríða Björg Leifsdóttir, Sigríður Zoega og Lukka Gissurardóttir.
Til umræðu:
10. Aðalfundur Fíh 27. maí.
a. Samþykkt að fá Jón Aðalbjörn og Aðalbjörgu til að sjá um umgjörð og útlit aðalfundar.
11. Starfsáætlun 2009-2010 og starfsáætlun 2010-2011.
a. Farið var yfir starfsáætlanir og rætt um að starfsfólk Fíh myndi gera tillögu að starfsemisskýrslu út frá áætluninni og leggja fyrir næsta fund 13. apríl. Einnig drög að markmiðs- og verkefnaáætlun fyrir starfsárið 2010-2011.
12. Lög Fíh - yfirferð.
a. Tillaga samþykkt um að fá framkvæmdaráð til að fara yfir lögin og koma með tillögur að breytingum á næsta fund 13. apríl. Einnig voru stjórnarmenn hvattir til að fara vel yfir lögin og koma með athugasemdir ef einhverjar eru á fundinn 13. apríl.
13. Orðanotkun í fjölmiðlum tengt hjúkrunarfræðingum og heilbrigðisþjónustu.
a. Stjórnin samþykkti að sent yrði bréf til Blaðamannafélags Íslands og á alla helstu fjölmiðla um að ítreka rétta orðanotkun tengda hjúkrunarfræðingum.
Til kynningar:
14. Önnur mál.
i) Ragnheiður Gunnarsdóttir kom með þá ábendingu að stjórnin ætti að ræða meira stefnur og strauma í heilbrigðismálum og almenna heilbrigðispólitík í landinu, hvar eru tækifæri og hvar eiga hjúkrunarfræðingar að gefa eftir.
ii) Aðalheiður auglýsti fund um heilbrigðismál á Hótel Nordica 18. mars 2010 á vegum SA í samráði við Fíh, Læknafélag Reykjavíkur, Félag forstöðumanna ríkisstofnanna og Stofnun stjórnsýslufræða og stjórnmála við HÍ.
Fundi lauk kl. 15:30
Næsti fundur verður 13. apríl 2010
Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir, ritari