Hjukrun.is-print-version

9. fundur stjórnar Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga starfstímabilið 2009 – 2010

RSSfréttir
13. apríl 2010
Þriðjudaginn 13. apríl 2010 kl. 12:30

 

 

Mættir:

Elsa B. Friðfinnsdóttir, Ragnheiður Gunnarsdóttir, Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir, Dóróthea Bergs, Gunnar Helgason, Helga Atladóttir, Hildur Einarsdóttir, Íris Dröfn Björnsdóttir, Kristín Thorberg, Þórdís Borgþórsdóttir, Sigurveig Gísladóttir, Svanhildur Jónsdóttir, Stella S. Hrafnkelsdóttir, Guðbjörg Pálsdóttir.

 

Boðuð forföll:

 

Aðalheiður D. Matthíasdóttir, Fjóla Ingimundardóttir, Jóhanna Oddsdóttir, Jónbjörg Sigurjónsdóttir.

 

Til afgreiðslu:

 

Fundargerð síðasta fundar.

Samþykkt.

 

Til umræðu:

 

 

Tillögur stjórnar til lagabreytinga.

Rætt um tillögur um lagabreytingar fyrir aðalfund:

Kafli III, grein 11 um kosningu varaformanns, samþykkt.

Kafli III, grein 11 um hvort fulltrúi, stjórnarmaður, formaður fagdeildar eða svæðisdeildar eigi að sitja í stjórn. Ákveðið að hafa óbreytt.

Kafli III, grein 10 um hjúkrunarþing. Ákveðið að hafa óbreytt.

Kafli III, grein 12 um hámarksetu formanns, samþykkt.

Kafli III, grein 13 ný grein um ef formaður lætur af embætti, samþykkt.

Kafli III, grein 15 orðalagsbreyting, samþykkt.

Kafli III, grein 15 um svæðisdeildir, Helga A kemur með tillögu að breytingu.

Kafli III, grein 16 um fagdeildir, óbreytt.

Kafli III, grein 18 og 19, samþykkt.

 

Starfsemisskýrsla 2009-2010.

Ákveðnir hlutar skýrslunnar ennþá í vinnslu og þarfnast endurskoðunar.  Skýrslan rædd og gerðar breytingar. Elsa mun vinna skýrsluna áfram í samvinnu við stjórn og starfsfólks félagsins.

Markmiðs- og starfsáætlun 2010-2011.

Farið yfir áætlunina, gerðar breytingar.  Ákveðið að lögð verði meiri áhersla á ákveðin afmörkuð verkefni.  Verður unnið áfram í samvinnu við sviðstjóra fagsviðs. 

Tillögur um félagsgjöld.

Tillaga formanns um breytingar á félagsgjöldum sem lögð verður fram á aðalfundi Fíh rædd og samþykkt.

Staða uppgjörs við BHM.

Beðið ársfundar BHM til þess að hægt sé að forma endanlega kröfugerð.

Umsóknir í Styrktar- og sjúkrasjóð virðast ganga vel.

 

Til kynningar:

Fundur með heilbrigðisráðherra 25. apríl, vegna atvinnuleysis faglærðra og ófaglærðra í heilbrigðiskerfinu.

  1. Önnur mál.

    1. Erindi frá formanni hjúkrunarráðs LSH.

Fjallað um málið og ákveðið að ræða málið nánar á næsta fundi.

  1. Þátttaka formanns Fíh í þingi Royal College of Nursing (RCN) 28. apríl.

Formanni félagsins hefur verið boðið að taka þátt í ársþingi RCN og fjalla þar um ávinning hjúkrunarfélaga af alþjóðlegri samvinnu á niðurskurðartímum.

  1. Ragnheiður Gunnarsdóttir minnti á afmælishátíð Vigdísar Finnbogadóttur fimmtudaginn 15. apríl kl. 16:30.


  2. Fundi lokið kl 15:35
    Næsti fundur verður 11. maí 2010
    Gunnar Helgason ritaði fundargerð
Til baka

Þetta vefsvæði notar vafrakökur.

Lesa skilmála