27.
maí 2010
Aðalfundur Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga haldinn 27. maí 2010 leggur áherslu á ábyrgð hvers einstaklings á eigin heilsu. Hreint loft, ómengað vatn, gott húsnæði og menntun leggur grunninn að góðri heilsu þjóðarinnar. Ábyrgð einstaklinga liggur í því að huga að heilsutengdum þáttum í sínu daglega lífi eins og næringu, hreyfingu, hvíld og mannrækt.
Aðalfundur Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga vill sérstaklega hvetja landsmenn til að huga vel að heilsu og velferð sinni á þessum umrótatímum. Sterk fjölskyldu- og vinabönd munu skila þjóðinni sterkum einstaklingum sem koma til með að taka við því vandasama verkefni að leiða áframhaldandi þróun íslensks samfélags. Sá tími sem varið er í samverustundir er dýrmætur og mun skila sér margfalt til baka.
Aðalfundur Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga vill sérstaklega hvetja landsmenn til að huga vel að heilsu og velferð sinni á þessum umrótatímum. Sterk fjölskyldu- og vinabönd munu skila þjóðinni sterkum einstaklingum sem koma til með að taka við því vandasama verkefni að leiða áframhaldandi þróun íslensks samfélags. Sá tími sem varið er í samverustundir er dýrmætur og mun skila sér margfalt til baka.