Hjukrun.is-print-version

Ályktun til forstjóra Lýðheilsustöðvar 2010

RSSfréttir
27. maí 2010

Reykjavík 27. maí 2010


Margrét Björnsdóttir forstjóri 
Lýðheilsustöð
Laugavegi 116
105 Reykjavík


Efni. Ályktun aðalfundar Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga 27. maí 2010


Aðalfundur Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga haldinn 27. maí 2010 skorar á stjórnvöld að finna sameinaðri stofnun Lýðheilsustöðvar og Landlæknisembættis nafn sem endurspegli verkefni hennar, lýsi hlutverki hennar og er hlutlaust gagnvart starfsstéttunum þrjátíu og tveimur sem stofnunin sér um leyfisveitingar til og hefur eftirlit með. 
Tillaga aðalfundar Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga til stjórnvalda er að stofnunin fái nafnið Heilbrigðisstofa.
Þá telur aðalfundur Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga mikilvægt að yfirmaður stofnunarinnar beri starfsheitið forstjóri eða forstöðumaður og hafi menntun á heilbrigðissviði.


F.h. stjórnar Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga

____________________________
Elsa B. Friðfinnsdóttir, formaður
Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga



Samrit sent:
Álfheiði Ingadóttur heilbrigðisráðherra
Til baka

Þetta vefsvæði notar vafrakökur.

Lesa skilmála