27.
maí 2010
Reykjavík 27. maí 2010
Álfheiður Ingadóttir heilbrigðisráðherra
Heilbrigðisráðuneytið
Vegmúla 3
150 Reykjavík
Efni. Ályktun aðalfundar Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga 27. maí 2010
Aðalfundur Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga haldinn 27. maí 2010 leggur áherslu á að við enduruppbyggingu íslensks samfélags beri að huga að heilsu og vellíðan ásamt góðu heilbrigðiskerfi.
Stjórnvöld eru í lykilaðstöðu til að móta heilbrigðiskerfið að þörfum þessa nýja samfélags. Aðalfundur Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga skorar á stjórnvöld að takast á við það erfiða verkefni að endurskoða og móta heilbrigðiskerfið með þarfir skjólstæðinga að leiðarljósi. Taka þarf erfiðar ákvarðanir er varða meðal annars forgangsröðun verkefna og verkaskiptingu milli stofnana.
F.h. stjórnar Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga
____________________________
Elsa B. Friðfinnsdóttir, formaður
Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga
Afrit sent alþingismönnum.
Álfheiður Ingadóttir heilbrigðisráðherra
Heilbrigðisráðuneytið
Vegmúla 3
150 Reykjavík
Efni. Ályktun aðalfundar Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga 27. maí 2010
Aðalfundur Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga haldinn 27. maí 2010 leggur áherslu á að við enduruppbyggingu íslensks samfélags beri að huga að heilsu og vellíðan ásamt góðu heilbrigðiskerfi.
Stjórnvöld eru í lykilaðstöðu til að móta heilbrigðiskerfið að þörfum þessa nýja samfélags. Aðalfundur Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga skorar á stjórnvöld að takast á við það erfiða verkefni að endurskoða og móta heilbrigðiskerfið með þarfir skjólstæðinga að leiðarljósi. Taka þarf erfiðar ákvarðanir er varða meðal annars forgangsröðun verkefna og verkaskiptingu milli stofnana.
F.h. stjórnar Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga
____________________________
Elsa B. Friðfinnsdóttir, formaður
Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga
Afrit sent alþingismönnum.