Hjukrun.is-print-version

Umsögn um frumvarp til laga

RSSfréttir
2. júní 2010

 

                                               

Reykjavík 2. júní 2010

 

 

Nefndarsvið Alþingis

Austurstræti 8-10

150 Reykjavík

 

 

Efni: Umsögn um frumvarp til laga um breytingu á lögum nr. 44/2002, um geislavarnir, með síðari breytingum.

 

Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga þakkar fyrir að fá tækifæri til að veita umsögn um frumvarp til laga um breytingu á lögum nr. 44/2002, um geislavarnir, með síðari breytingum.

 

Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga lýsir yfir ánægju sinni með breytingatillögurnar sem fram koma í 9. grein laganna, þar sem félagið styður eindregið að börnum og ungmennum yngri en 18 ára séu óheimil afnot af sólarlömpum í öðrum tilgangi en læknisfræðilegum.

 

Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga styður frumvarpið þar sem bannið er sett á grundvelli heilbrigðissjónamiða og í fullu samræmi við stefnu félagsins í forvörnum og heilsueflingu landsmanna.

 

 

Með kveðju.

F.h. Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga

 

 

 

 

Aðalbjörg J. Finnbogadóttir, RN, MSc

Sviðstjóri fagsviðs

Félag íslenskra hjúkrunarfæðinga

 

 

 

 

Til baka

Þetta vefsvæði notar vafrakökur.

Lesa skilmála