haldinn þriðjudaginn 8. júní 2010 kl. 12:30-16:10
Mættir
Elsa B. Friðfinnsdóttir, Aðalheiður D. Matthíasdóttir, Áslaug Birna Ólafsdóttir, Fjóla Ingimundardóttir, Guðbjörg Pálsdóttir, Gunnar Helgason, Helga Atladóttir, Herdís Gunnarsdóttir, Hildur Einarsdóttir, Ingibjörg Þórisdóttir, Jóhanna Oddsdóttir, Kristín Thorberg, Sigurveig Gísladóttir, Stella S. Hrafnkelsdóttir, Ragnheiður Gunnarsdóttir og Þórunn Sævarsdóttir.
Boðuð forföll
Íris Dröfn Björnsdóttir og Svanhildur Jónsdóttir.
Gestir
Aðalbjörg J. Finnbogadóttir, Cecilie Björgvinsdóttir, Christer Magnusson, Jón Aðalbjörn Jónsson, Soffía Sigurðardóttir, Sólveig Stefánsdóttir.
Til afgreiðslu:
1. Kosning varaformanns Fíh, gjaldkera og ritara stjórnar
- Herdís Gunnarsdóttir gaf kost á sér í embætti ritara stjórnar. Var hún sjálfkjörin.
- Ragnheiður Gunnarsdóttir gaf kost á sér áfram í embætti gjaldkera stjórnar. Var hún sjálfskjörin.
- Kristín Thorberg gaf kost á sér í embætti varaformanns félagsins. Var hún sjálfkjörin.
2. Fundaplan stjórnar og ákvörðun um aðalfund 2011
- Ákveðið var að fastir fundartímar stjórnar væru á þriðjudögum á u.þ.b. 7 vikna fresti kl. 11:00-14:00. Einn fundur verður að auki haldinn í 29. júní n.k. áður en skrifstofa lokar. Samþykktir hafa verið eftirfarandi 9 fastir fundir stjórnar á þessu starfsári.
- Ákveðið var að aðalfundur verði 19. maí 2011.
Til umræðu:
3. Starfsemi Fíh – kynning á einstökum þáttum starfseminnar.
Formaður
Elsa B. Friðfinnsdóttir, formaður kynnti starfsvið sitt:
- Elsa kynnti skipurit Fíh fór yfir ábyrgð stjórnar og fjallaði m.a. um rekstrarlega ábyrgð stjórnar og ábyrgð á kjarasamningum. Hún minnti einnig á skyldu stjórnarmanna er að afla sér upplýsinga auk annarra gagna sem skrifstofa félagsins afhendir. Heppilegt er ef tillögur um önnur mál berist áður en formaður sendir út fundarboð, þannig að hægt sé að undirbúa umræðu. Hvatt var til þess að stjórnarmenn hafi frumkvæði af því að taka upp mál á vettvangi stjórnarinnar þannig að allir séu vakandi fyrir umfjöllun í þjóðfélaginu. Með því móti getum við blandað okkur í pólítíska umræðu og málefni er varða hjúkrun og heilbrigðismál í landinu. Mælst er til þess að nýtta verkefnavef til að miðla efni milli stjórnarfunda.
- Ef fulltrúar fagdeilda og svæðisdeilda í stjórn sitja ekki í stjórn deildanna er mælst til þess að fulltrúar í stjórn Fíh fundi reglulega með stjórnum deilda.
- Kynnt var greiðslufyrirkomulag fyrir stjórnarsetu.
- Formaður Fíh gegnir samtímis stöðu framkvæmdastjóra í samvinnu við fjármálastjóra. Framkvæmdaráð hittist á 2 vikna fresti. Umræða var um að framkvæmdaráð undirbúi stærri mál fyrir stjórn og geti eins stofnað til átakshópa fyrir skilgreind verkefni.
Fjármálastjóri
Sólveig Stefánsdóttir fjármálastjóri kynnti starfsvið sitt og samskipti við stjórn:
- Bókun og útreikningi launa er útvistað. Sama manneskja er ekki að skrá, bóka og greiða reikninga.
- Kemur inn á stjórnarfundi og fer yfir rekstaryfirlit og leggur fyrir áætlanir sjóða.
- Leggur fyrir allar stærri ákvarðanir vegna fjársýslu og fjárstýringar.
- Samningur er við PWC um endurskoðun.
Kjara- og réttindasvið
Kjarasamningar skuli miðast við ábyrgð, störf og menntun og geri hjúkrun fýsilegan valkost fyrir þá sem velja sér nám. Rætt var um að meta þurfi framhaldsnám hjúkrunarfræðinga enn frekar til launa.
Cecilie Björgvinsdóttir sviðsstjóri kjara- og réttindasviðs kynnti sviðið og fór yfir markmið og ábyrgð:
- Samvinna við trúnaðarmenn.
- Fjallar um öryggi hjúkrunarfæðinga við breytt starfsumhverfi.
- Veitir upplýsingar um kjara og réttindamál.
- Er tengiliður við svæðisdeildir, orlofsnefnd, styrktarsjóðs og sjúkrasjóðs.
- Situr í stjórn vinnudeilusjóðs.
- Fjallaði um viðsemjendur, um 10 kjarasamningar og á annað hundrað stofnannasamningar.
- Fór yfir sjóði sem greitt er í af vinnuveitanda:
- Starfsmenntunarsjóður
- Vísindasjóður
- Orlofssjóður
- Fjölskyldur- og styrktarsjóður
- Sjúkrasjóður
Fagsvið
Aðalbjörg J. Finnbogadóttir sviðsstjóri fagsviðs kynnti sviðið og fór yfir markmið og verkefni:
- Alþjóðadagur Fíh
- Ímynd hjúkrunar.
- Símenntun. Samningi við EHÍ sagt upp á síðasta ári.
- Vísindastarf, ráðstefnur og málþing.
- Samstarf við fagdeildir.
- Hjúkrunarþing. Fjallað verður um stefnumótandi mál.
- Umsagnir um frumvörp og þingsályktanir.
- Klára stefnu Fíh í hjúkrunar- og heilbrigðismálum, menntamálum og upplýsingatækni í hjúkrun.
- Verkefni um forvarnir og heilsueflingu.
- Efling heilsuverndar, heilsugæslu og samfélagshjúkrunar.
- Gæði og öryggi sjúklinga og félagsmanna.
- Menntamálanefnd Fíh, H.Í og H.A.
Blað Fíh
Christer Magnusson fór yfir markmið og stefnu blaðsins og fjallaði m.a. um:
- Mikilvægi þess að tímaritið sé fjölbreytt og auðlesið en um leið faglegt.
- Blaðið fjalli um fólk og verkefni.
- Blaðið er að mestu ritað af félagsmönnum sjálfum.
- Gefin eru út 5 tölublöð á ári.
Alþjóðamál
Jón Aðalbjörn Jónsson kynnti alþjóðamál félagsins og samstarf við 3 megin félög:
- Sykepleiernes samarbeite i Norden (SSN) er félag um samvinnu hjúkrunarfræðinga á Norðurlöndum. Formenn aðildarfélaga mynda stjórn. Helstu verkefni nú er vinna að gæðavísum og um orðræðu og hugtakanotkun í hjúkrun.
- European Federation of Nurses Associations (EFN). Einkum unnið að hagsmunagæslu hjúkrunarfræðinga gagnvart stofnunum ESB, gæta að menntun hjúkrunarfræðinga. Aðildarfélög eru 27 frá ESB auk Króatíu, Íslands, Noregs og Sviss.
- International Council of Nurses (ICN) er Alþjóðaráð hjúkrunarfræðinga. Aðildarlönd eru 120. Fjallar um stefnumótun heilbrigðismála.
- Aðilar að Workgroup of European Nurse Researchers (WENR).
Verkefnavefur stjórnar Fíh
Er samstarfsvefur stjórnar, samskipti og hægt að uppfæra skjöl og öllum gögnum safnað á einn stað. Jón fór yfir notagildi vefsins:
- Hægt að búa til verkefnalista en mest er notuð skilaboð og skjöl. Farið var yfir hvernig á að uppfæra nýjar útgáfur skjala.
- Þarf að hafa sambandi við Jón til að láta útbúa nýjan málaflokk fyrir skjöl.
- Umræða spannst um nýtingu vefsins til að efla umræðu og orðræðu í hjúkrun og ýmsar hugmyndir settar fram. Á ábyrgð okkar að senda hugmyndir til vefstjóra.
Til kynningar
4. Önnur mál
Flutningur dvalar- og hjúkrunarrýma innan stjórnsýslu
Umræða er í gangi um að færa hjúkrunarheimili frá Heilbrigðisráðuneyti yfir í Félagsmálaráðuneyti. Hverjar eru forsendurnar fyrir slíkum flutningi og hvaða áhrif hefur þetta á mönnun í hjúkrun og hvaða áhrif hefur 5% flatur niðurskurður á þjónustu til heimilismanna á hjúkrunarheimilum. Ályktað var gegn flutningnum 2009 sem varð til þess að færri heimili voru flutt milli ráðuneyta en upphaflega stóð til, eða eingöngu heimili sem eru með dvalarpláss.
Ákveðið að Ragnheiður Gunnarsdóttir og Helga Atladóttir myndu skrifa upp drög eða ramma í skjal og félagið myndi í framhaldi af því senda formlega fyrirspurn.
Svæðisdeildir
Kristín Thorberg bar upp erindi varðandi utanumhald fyrir svæðisdeildir og stofnun undirdeilda í stórum deildum, s.s. hjá Suðurlandsdeild og Norðurlandsdeild, m.t.t. starfsemis-, rekstar- og fjárhagsáætlana. Cecilie Björgvinsdóttir mun hitta formenn svæðisdeilda í haust og setja upp ramma eða líkan að skipulagi sem hver deild getur aðlagað að sinni starfsemi.
Fundi lokið kl. 16:10
Herdís Gunnarsdóttir, ritari stjórnar Fíh