þriðjudaginn 29. júní 2010 kl. 11:00-14:30
Mættir:
Elsa Friðfinnsdóttir, Aðalheiður D. Matthíasdóttir, Áslaug Birna Ólafsdóttir, Fjóla Ingimundardóttir, Helga Atladóttir, Herdís Gunnarsdóttir, Hildur Einarsdóttir, Ingibjörg Þórisdóttir, Íris Dröfn Björnsdóttir, Kristín Thorberg, Ragnheiður Gunnarsdóttir, Stella Hrafnkelsdóttir, Sigurveig Gísladóttir og Þórunn Sævarsdóttir.
Boðuð forföll:
Guðbjörg Pálsdóttir, Gunnar Helgason, Jóhanna Oddsdóttir og Svanhildur Jónsdóttir.
Gestir:
Sólveig Stefánsdóttir.
Til afgreiðslu:
1. Fundargerð síðasta fundar.
Síðasta fundargerð samþykkt með smá lagfæringum á mætingalista.
2. Rekstraryfirlit janúar til maí 2010.
Sólveig fór yfir rekstaryfirlit fyrstu fimm mánuði ársins 2010 og gaf skýringar með rekstarkostnaði:
- Mismunur er á iðgjöldum milli ára vegna þess að nú eru iðgjöldin bókuð á þann mánuð sem þau tilheyra eða frá og með janúar 2010, en ekki mánuði eftir á eins og á síðasta ári.
- Framlög frá sjóðum fylgja iðgjöldunum.
- Flest árgjöld hafa verið greidd.
- Laun svipuð og í fyrra. Laun til stjórnar og nefnda koma inn í júní og í desember.
- Rekstur DK tölvukerfis var dýrara en áætlað var en verður ekki dýrara til lengri tíma litið.
- Sparnaður hefur náðst varðandi pappírsnotkun.
- Lögfræðikostnaður er 20% yfir áætlun en mikill þungi hefur verið í þeirri vinnu framan af ári.
- Ráðstefnur, fundir og námskeið er 37% undir áætlun en aðalfundurinn kemur ekki inn fyrr en í júní. Líklega verður þó þessi liður undir áætlun. Kostnaður vegna ráðstefna erlendis s.s. WENR og ICN verður seinni hluta ársins.
Sólveig fór yfir yfirlit sjóða fyrstu fimm mánuði ársins 2010 og gaf skýringar:
- Iðgjöldin í orlofssjóð er undir áætlun og fara þau eftir samsetningu dagvinnulauna og heildarlauna og stundum er misræmi þar á milli.
- Aðrar tekjur eru 54% yfir áætlun, vegna þess að það koma inn miklar tekjur að vori vegna sumarleigu orlofshúsa.
- Framlög og styrkir eru aðeins undir áætlun, vegna greiðslu sumarleigu í apríl og júlí.
- Nýjar skammtímakröfur eru í vinnudeilusjóð sem mun lána til sjúkra- og styrktarsjóðs fram að stofnun hans.
Ákveðið var að boða stjórn orlofssjóðs á fund í ágúst og fá upplýsingar um stefnu orlofssjóðs um ráðstöfun fjármuna í eigu sjóðsins, þá m.t.t. kaupa eða leigu á fleiri bústöðum fyrir félagsmenn. Umræða var um að stjórn Fíh ætti að fá áætlun frá orlofsnefnd um tekjur og gjöld fyrir hvert starfsár.
Umræða var um að hækkun á styrk starfsmenntunarsjóðs. Ákveðið var að óska eftir upplýsingum frá starfmenntunarsjóði um stefnu er varðar úthlutanir.
Sólveig Stefánsdóttir mun fara í barnsburðarleyfi fram til apríl 2011 og mun Elín Ósk Sigurðardóttir viðskiptafræðingur gegna afleysingastöðu fjármálastjóra Fíh þann tíma.
3. Tillaga frá framkvæmdaráði um breytingar á húsnæði Fíh.
Samþykkt var einróma tillaga frá framkvæmdaráði Fíh um breytingar á húsnæði Fíh, að lokinni umræðu og skoðunarferð. Hugmyndir eru um breytingar á húsnæði þar sem meginverkefnin eru að:
- Útbúa kaffiaðstöðu starfsfólks þar sem geymsla er núna í vestari endanum.
- Útbúa fundarherbergi með því að minnka skrifstofu formanns, sem er óþarflega stór.
- Útbúa skrifstofu fyrir umsjónarmanns sjóða.
- Færa geymslu í fatahengisrými og færa til eldhús nær fundarsal.
- Bæta aðstöðu félagsmanna, m.a. til veitinga á fundum.
4. Tillaga frá framkvæmdaráði um stefnumótun í kjara- og réttindamálum, útgáfumálum og alþjóðamálum Fíh.
Samþykkt var einróma tillaga frá framkvæmdaráði Fíh um stefnumótunarvinnu fyrir kjara- og réttindasvið Fíh, auk útgáfumála og alþjóðamála, að lokinni umræðu.
5. Staðfesting starfslýsinga hjá Fíh.
Samþykktar voru einróma nýjar endurskoðaðar starfslýsingar, að lokinni umræðu.
Til umræðu:
6. Flutningur dvalar- og hjúkrunarrýma milli ráðuneyta.
Umræða um flutning dvalar- og hjúkrunarrýna milli ráðuneyta og Ragnheiður Gunnarsdóttir kynnti drög að bréfi til ráðuneytanna frá Fíh. Samþykkt var að senda fyrirspurn til ráðuneytis félags- og tryggingarmála með smá breytingum og bjóða aðilum á fund til að ræða stefnu er varðar þjónustu aldraðra sjúklinga. Ragnheiður tekur að sér að ljúka við að semja bréfið.
7. Umsögn um frumvarp til laga um heilbrigðisstarfsmenn, 116. mál.
Óskað hefur verið eftir umsögn og athugasemdum fyrir hverja grein frumvarps til laga um heilbrigðisstarfsmenn. Ákveðið var að Elsa, Kristín og Hildur muni fara yfir þetta saman og senda til yfirlesturs til stjórnar í ágúst.
8. Grein í Sjúkraliðanum júní 2010.
Landspítali samdi harðorða ályktun gegn greininni. Ákveðið var að svara ekki greininni að svo stöddu.
Til kynningar:
9. Gerðardómskrafan vegna úrsagnar Fíh úr BHM.
Gerðardómskrafan fór 21. júní s.l. til lögmanna BHM. Samtals er gerð krafa í hlutdeild í rúmlega 106 millj. kr. Svar BHM hefur ekki borist.
10. Önnur mál.
Rætt var um stöðu kjarasamninga og ákveðið var að Elsa muni setja pistil um málefnið á vef Fíh.
Fundi slitið kl. 14:30.
Herdís Gunnarsdóttir, ritari stjórnar Fíh.