miðvikudaginn 12. janúar 2011 kl. 12:30
Mættir:
Elsa B. Friðfinnsdóttir, Aðalheiður D. Matthíasdóttir, Fjóla Ingimundardóttir, Gunnar Helgason, Helga Atladóttir, Herdís Gunnarsdóttir, Hildur Einarsdóttir, Ingibjörg Þórisdóttir, Íris Dröfn Björnsdóttir, Kristín Thorberg, Ragnheiður Gunnarsdóttir, Stella S. Hrafnkelsdóttir, Svanhildur Jónsdóttir og Þórunn Sævarsdóttir.
Boðuð forföll:
Áslaug Birna Ólafsdóttir, Guðbjörg Pálsdóttir, Jóhanna Oddsdóttir, Sigurveig Gísladóttir.
Gestir:
Dýrleif Kristjánsdóttir og Garðar Víðir Gunnarsson.
Til afgreiðslu:
1. Fundargerð síðasta fundar.
Fundargerð síðasta fundar samþykkt.
Til umræðu:
2. Dómur gerðardóms í máli Fíh gegn BHM. Dýrleif Kristjánsdóttir, hdl og Garðar Víðir Gunnarsson, hdl, komu á fundinn kl. 12:45.
Dýrleif og Garðar gerðu grein fyrir niðurstöðu gerðardómsinsog þeim möguleikum í stöðunni til að gæta enn frekar hagsmuna hjúkrunarfræðinga. Ákveðið var að kalla eftir tölulegum gögnum frá fjármálastjóra Fíh og taka síðan ákvörðun um næstu skref á fundi stjórnarinnar þann 25. janúar n.k.
Til kynningar:
3. Önnur mál.
Elsa kynnti stöðu eftirfarandi mála:
- Stjórn orlofssjóðs mun fara í útboð vegna byggingar bústaðar í Grímsnesi. Einnig hefur verið auglýst eftir íbúð til leigu á Akureyri.
- Bergdís Kristjánsdóttir hefur tekið til starfa að nýju við skráningu minja Fíh.
- Fulltrúar sjö fagfélaga heilbrigðisstarfsmanna hittust 6. janúar s.l. til að ræða hugsanlegt samstarf um eflingu heilsugæslunnar. Fulltrúar sjúkraþjálfara, iðjuþjálfa, lækna, félagsráðgjafa, lífeindafræðinga og geislafræðinga mættu á fundinn auk formanns Fíh og sviðstjóra fagsviðs Fíh. Ljósmæður boðuðu forföll og ekki barst svar frá Sálfræðingafélagi Íslands. Ákveðið hefur verið í framkvæmdarráði að leita til Áslaugar Birnu fyrir hönd Fíh að leiða nefnd um eflingu heilsugæslunnar.
Fundi slitið kl. 14:45.
Herdís Gunnarsdóttir, ritari stjórnar Fíh.