Þriðjudaginn 25. janúar 2011 kl. 11:00
Mættir:Elsa B. Friðfinnsdóttir, Aðalheiður D. Matthíasdóttir, Áslaug Birna Ólafsdóttir, Fjóla Ingimundardóttir, Guðbjörg Pálsdóttir, Gunnar Helgason, Helga Atladóttir, Herdís Gunnarsdóttir, Hildur Einarsdóttir, Kristín Thorberg, Ragnheiður Gunnarsdóttir, Sigurveig Gísladóttir, Stella S. Hrafnkelsdóttir, Svanhildur Jónsdóttir og Þórunn Sævarsdóttir.
Boðuð forföll:
Ingibjörg Þórisdóttir, Íris Dröfn Björnsdóttir, Jóhanna Oddsdóttir.
Gestir:
Elín Ósk Sigurðardóttir
Til afgreiðslu:
1. Fundargerð síðasta fundar.
Fundargerð síðasta fundar samþykkt.
2. Aðgerðir Fíh í ljósi dóms gerðardóms í máli Fíh gegn BHM.
Stjórnarmenn tóku til máls um næstu aðgerðir í ljósi samantektar lögfræðinga um mögulegar leiðir í framhaldi af gerðardómi. Miklar umræður voru um kostnað og óvissu með valkosti í stöðunni. Að lokinni umræðu var kosið um þrjá valkosti. Samþykkt var með meirihluta atkvæða stjórnar, að fara þá leið að gera fjárkröfu eða sækja skaðabótamál á hendur sjóðum BHM, sem sjálfstæðra lögaðila, fyrir að víkja Fíh úr sjóðum. Fíh mun leggja til á aðalfundi Fíh formlega stofnun sjúkra- og styrktarsjóðs félagsins. Í komandi kjarasamningum mun félagið sækjast eftir hækkun iðngjald í sjóðinn. Ályktað var um að þetta hefði verið mjög erfið ákvörðun.
Til umræðu:
3. Drög að rekstraráætlun fyrir 2011. Elín Ósk Sigurðardóttir kom á fundinn kl. 12:00.
Umræða fór fram um drög að rekstaráætlun fyrir 2011 með fjármálastjóra:
- Ákveðið var að halda áætlun 2010 fyrir 2011 fyrir liðinn annan starfsmannakostnað og hvetja starfsfólk Fíh til að sækja námskeið og bjóða upp á að meira sé gert fyrir starfsfólk.
- Um 1,9 millj. kr. fer í endurskoðun hjá PWC. Ákveðið að skoða samning við PWc, fara yfir stöðuna og leita mögulega annarra leiða um samning við aðra endurskoðendaskrifstofu.
- Ákveðið var að skoða hvort hagkvæmara sé að bjóða félagsmönnum að panta dagbókina á netinu fyrir 1. október hvert ár.
4. Starf stjórnar Fíh og skipulag stjórnarfunda.
Umræða var um fyrirkomulag funda og að stjórnarmenn leggi fram málefni á fundi. Tillaga var um að vera frekar með vinnufundi til að vinna í tilteknum stefnumótandi málefnum og koma þeim í farveg. Formaður lagði til að helmingur fundartíma færi í afgreiðslu mála en hinn hluti fundar í umræður og að gerðaráætlanir.
Til kynningar:
5. Önnur mál.
- Áætlaði hefur verið af verkfræðingastofu að kostnaður við útboð vegna byggingu orlofshúss sé um 1 millj. kr. Áætlað er að kanna hvort auglýsa skuli eftir tilboðum í byggingu orlofshúss í Grímsnesi. Eins verður kannað hvort nota má eldri teikningu af húsi sem þegar er risið þar.
- Umræða var um svæðisdeildir og virkni stjórna og þátttöku félagsmanna í starfsemi deilda. Afar fáir eru virkir í svæðisdeildum og sumum fagdeildum Fíh. Á sínum tíma var samþykkt á aðalfundi að svæðisdeildirnar myndu gegna hlutverki í tengslum við kjaramál. Uppbygging svæðisdeilda var hugsuð þannig að hún myndi fylgja uppbyggingu umdæmissjúkrahúsa, þannig að trúnaðarmenn á hverju umdæmissjúkrahúsi ætti sæti í stjórn svæðisdeilda Fíh. Umræða var um að ekki væri fullreynt með hlutverk svæðisdeilda.
Fundi slitið kl. 14:30.
Herdís Gunnarsdóttir, ritari stjórnar Fíh.