Hjukrun.is-print-version

Umsögn um frumvarp til laga

RSSfréttir
22. febrúar 2011

 

 

Reykjavík 22. febrúar 2011

 

 

Nefndasvið Alþingis

Austurstræti 8 - 10

150 Reykjavík

 

 

 

Efni:   Umsögn um frumvarp til laga um heilbrigðisþjónustu og málefni aldraðra (einbýli) , 214. mál.

 

 

 

 

Stjórn Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga (Fíh) þakkar fyrir að fá tækifæri til að veita umsögn um ofangreint frumvarp. Stjórnin leitaði ráðgjafar hjá fagdeild öldrunarhjúkrunarfræðinga sem leggur áherslu á eftirfarandi:

 

Fagdeild öldrunarhjúkrunarfræðinga fagnar áherslu í lögunum um að leggja niður fjölbýli. Telur fagdeildin að tími sé til kominn og sannngirnisatriði að allir eigi kost á einbýli. Stjórn fagdeildarinnar ítrekar að ekki verði um fækkun rýma að ræða við þessa breytingu. Jafnframt hefur stjórn fagdeildarinnar áhyggjur af fjárhagslegri stöðu hjúkrunarheimilanna við slíka breytingu. Það er ljóst að veikari einstaklingar koma til vistunar í einbýlin og búa skemur á heimilunum. Þetta er þróun sem krefst þess að ekki verði dregið úr faglegum kröfum í starfsemi heimilanna.

 

Virðingarfyllst,

F.h. stjórnar Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga,

________________________________________

Elsa B. Friðfinnsdóttir, formaður

 

Til baka

Þetta vefsvæði notar vafrakökur.

Lesa skilmála