Hjukrun.is-print-version

8. fundur stjórnar Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga starfstímabilið 2010 – 2011

RSSfréttir
8. mars 2011

þriðjudaginn 8. mars 2011 kl. 11:00-14:30

 

Mættir:

Elsa B. Friðfinnsdóttir, Aðalheiður D. Matthíasdóttir, Áslaug Birna Ólafsdóttir, Fjóla Ingimundardóttir, Guðbjörg Pálsdóttir, Gunnar Helgason, Helga Atladóttir, Herdís Gunnarsdóttir, Hildur Einarsdóttir, Ingibjörg Þórisdóttir, Íris Dröfn Björnsdóttir, Kristín Thorberg, Ragnheiður Gunnarsdóttir, Sigurveig Gísladóttir, Svanhildur Jónsdóttir, Stella S. Hrafnkelsdóttir og Þórunn Sævarsdóttir.

Boðuð forföll:

Jóhanna Oddsdóttir

Gestir:

Cecilie B. Björgvinsdóttir, Elín Ósk Sigurðardóttir, Guðrún Kristjánsdóttir, Helga Bragadóttir.

 

Til afgreiðslu

1.           Fundargerð síðasta fundar.

Síðast fundargerð samþykkt með minniháttar lagfæringum.

2.           Staðfesting starfslýsinga fulltrúa og umsjónarmanns sjóða hjá Fíh.

Formaður lagði fram drög að nýrri starfslýsingu umsjónarmanns sjóða félagsins og endurskoðaða starfslýsingu fulltrúa á skrifstofu. Stjórn staðfesti starfslýsingarnar.

3.           Ráðning fulltrúa hjúkrunarfræðinema og ný brautskráðra hjúkrunarfræðinga.

Formaður lagði til við stjórn Fíh að félagið ráði til sín fulltrúa hjúkrunarfræðinema og ný brautskráðra hjúkrunarfræðinga. Lagt er til að staðan verði 20% og ráðið í hana frá og með 1. ágúst 2011. Lagt er til að gert verði ráð fyrir kr. 600.000- í fjárhagsáætlun 2011 vegna þessa. Tillagan var samþykkt. Umræða var um að spurning var um að það væri 20% 4 árs nemi og 20% nýbrautskráður hjúkrunarfræðingur.

4.           Aðalfundur Fíh 2011 – skipan þriggja manna „lagahóps“.

  • Aðalheiður, Kristín og Stella gáfu kost á sér í þriggja manna lagahóp.
  • Umræða var um hverjar forsendurnar voru fyrir því að leggja niður siðanefnd hjá félaginu.
  • Verkefni þessa hóps væri ýmis atriði, s.s. form og fyrirkomulag sjúkra- og styrktarsjóðs, félagsaðildin og e.t.v. umræður um samsetningu stjórnar m.t.t. þess að fá fulltrúa nýútskrifaðra í stjórn.
  • Þann 2. maí n.k. fer fundarboð til allra félagsmanna og þá þurfa allar lagabreytingartillögur að liggja fyrir. Síðasti skráningardagar á aðalfund er 11. maí n.k.

5.           Rekstraráætlun 2011. Elín Ósk Sigurðardóttir kom á fundinn kl. 11:45.

Umræða var um rekstaráætlun ársins 2011, þar á meðal laun starfsmanna og annan rekstarkostnað.  Endurnýja þar tölvur á skrifstofu. Rætt var um hvort og hvar hægt væri að hagræða.

Framboðsfrestur til formanns stjórnar Fíh var 1. mars. Tveir frambjóðendur hafa boðið sig fram, núverandi formaður Elsa B. Friðfinnsdóttir og Sólfríður Guðmundsdóttir.  Rafræn kosning mun fara fram fyrir aðalfund sem er töluvert kostnaðarsöm.  Fyrir kosninguna þarf að útbúa veflykla. Á aðalfundi er síðan formannskjöri er lýst. 

Formaður vék af fundi þegar umræða hófst um hvort gera skuli ráð fyrir mögulegum formannsskiptum í rekstri félagsins. Ákveðið var að gera skuli ráð fyrir kostnaði í rekstaráætlun vegna mögulegra formannsskipta sem yrði þá greiddur úr félagssjóði.

 

Til umræðu:

6.           Breytingar á starfi SSN og þátttaka Fíh í SSN. Jón Aðalbjörn Jónsson, alþjóðafulltrúi kemur á fundinn kl. 12:15.

Jón Aðalbjörn kost ekki á fundinn. Samþykkt var heimild til formanns að hún leggi til á stjórnarfundi SSN 21. og 22. mars, að stofna umbótanefnd sem skoði alla starfsemi og skipulag SSN og geri tillögur um framtíð SSN.

7.           Kjarakönnunin og staðan í samningamálum. Cecilie B. Björgvinsdóttir, sviðstjóri kjara- og réttindasviðs kemur á fundinn kl. 12:45.

Viðræður eru í gangi við okkar stærstu viðsemjendur, samningarnefnd ríkisins, Reykjavíkurborg og sveitarfélögin. Cecilie kynnti hvað hefur verið í gangi í umræðum. Meðal annars hefur verið rætt um að fé fylgi stofnannasamningum.

Þátttaka í kjarakönnuninni var rúm 20%, meðalstarfsprósenta svarenda var 83%, meðalaldur svarenda var rúmlega 47 ár og 53% svarenda eru dagvinnumenn. Þurfum að ræða um kjara- og réttindamál án þess að nefna tölur. Finna samherja í samfélaginu. Algengasti launaflokkurinn er 6:3-4. Almenn umræða um hvaða sé til ráða í ímyndarvinnu og kjarabaráttunni.

 

8.           Hjúkrunarfræðideild HÍ – áhrif skertra fjárveitinga. Guðrún Kristjánsdóttir, deildarforseti, Helga Bragadóttir, varadeildarforseti og Aðalbjörg J. Finnbogadóttir, sviðstjóri fagsviðs koma á fundinn kl. 13:15.

Guðrún kynnti reiknilíkan fyrir áætlaðan kostnað- við menntun hjúkrunarfræðinga og sjúkraþjálfara.  Þegar þetta módel var útbúið á sínum tíma var búinn til nýr reikniflokkur, s.k. flokkur 3, fyrir hjúkrunarfræði sem miðaði við annað klínískt nám s.s. læknisfræði, sem er í reikniflokki 6, en ekki gert ráð fyrir nægu rými til kennslu og ekki heldur gert ráð fyrir einstaklingskennslu heldur hópkennslu. Þessu var harðlega mótmælt á sínum tíma. Óskað hefur verið eftir því að endurskoða þurfi þennan flokk í fjárlagagerðinni. Fyrir hverja tegund af flokki er fjármagni veitt frá ríkinu.  Háskólinn notar deililíkan til að deila út fé á sínar deildir. Í því líkani hefur hjúkrunarfræðideildin fengið leiðréttingu og fengið viðurkenningu á að ranglega sé skammtað. Endurskoðun á reikniflokkum átti að vera lokið 2005 samkvæmt samningi við Háskóla Íslands, en er enn ekki lokið. Ríkið skerðir nú alla flokka nema flokkinn til hjúkrunarfræðinnar við fjárlög en Háskóli Íslands brást við því að skera niður framlög til hjúkrunarfræðideildar. Niðurskurður er því óumflýjanlegur í þjónustu við nemendur sem felst í því að fækka fyrirlestrum.  Þetta er því alvarlegt mál. 

Fundarmenn báru fram spurningar til Guðrúnar og Helgu. Umræður voru hagræðingaraðgerðir í hjúkrunarfræðideild Háskóla Íslands og um hvernig félagið getur brugðist við til að efla og styðja við menntun hjúkrunarfræðinga.

9.           Áætlun stjórnar orlofssjóðs 2011.

Formaður lagði fram svarbréf frá stjórn orlofssjóðs vegna fyrirspurnar um kaup á íbúð á Akureyri, stöðuna varðandi byggingu orlofshúss í Grímsnesi og aukin tilboð varðandi orlof sumarið 2011.

10.       Staðan í BHM málinu.

Lögfræðingar félagsins segja að líklegast setji þeir fram fjárkröfu í  styrktar – og sjúkrasjóði BHM með skaðabótakröfu sem varakröfu. Ákvörðun verði tekin á næstu vikum og stjórnin ætti að geta rætt málið á næsta fundi. Tryggingastærðfræðingur segir styrktar- og sjúkrasjóði þurfa um 1,5 – 2 x sjóðsstreymið á ári sem höfuðstól. Gerð hefur verið krafa í kjarasamningsviðræðunum  um 1% framlag í styrktarsjóð.

11.       Frumvarp til laga um heilbrigðisstarfsmenn.

Frumvarpið verður lagt fram í þessari viku samkvæmt heimildum Fíh. Hægt er að fara inn á Alþingisvefnum og sjá stöðu á frumvörpum þar.

 

Til kynningar

12.       Áhrif niðurskurðar á heilbrigðisþjónustu á einstökum stofnunum og svæðum 2011.

Umræður voru um svar velferðarráðherra við fyrirspurn Sigurðar Inga Jóhannessonar um fækkun stöðugilda á heilbrigðisstofnunum vegna niðurskurðar í fjárlögum 2011

13.       Tilskipun um heilbrigðisþjónustu þvert á landamæri.

Jón Aðalbjörn tók saman minnisblað sem afhent var til upplýsingar.

14.       Önnur mál.

  • Ályktun hefur borist frá stjórn Norðurlandsdeildar.
  • Auglýst hefur verið starf fulltrúa og 68 umsóknir hafa borist fyrir starf fulltrúa á skrifstofu Fíh og valdar hafa verið úr 11 aðilar.

Herdís Gunnarsdóttir, ritari stjórnar Fíh.

Hildur Einarsdóttir, stjórn Fíh.

Til baka

Þetta vefsvæði notar vafrakökur.

Lesa skilmála