Hjukrun.is-print-version

Ályktun stjórnar Fíh um kjaraviðræður Fíh og ríkis

RSSfréttir
26. apríl 2011

Tillaga að ályktun stjórnar Fíh 
Samþykkt á stjórnarfundi 26. apríl 2011

Þann 31. mars 2009 runnu út samningar Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga (Fíh) við fjármálaráðherra fyrir hönd ríkissjóðs. Þeir samningar tóku gildi um mitt ár 2008 og hafa hjúkrunarfræðingar því ekki fengið kjarasamningsbundnar hækkanir í tæp þrjú ár og verið samningslausir í rúm tvö ár.  Á þessum tíma hefur auk þess verið þrengt verulega að starfsumhverfi, starfsöryggi og starfskjörum hjúkrunarfræðinga. Samninganefnd Fíh hefur fundað reglulega með Samningnefnd ríkisins (SNR) og lagt fram ýmsar hugmyndir að nýjum kjarasamningi.  SNR hefur hins vegar ekki brugðist við með neinum tillögum eða hugmyndum að mögulegum samningi og hefur hafnað hugmyndum samninganefndar Fíh án skoðunar. 

Frekari tafir á gerð kjarasamnings eru með öllu óþolandi. Stjórn Fíh krefst þess að SNR hefji nú þegar alvöru viðræður við samninganefnd Fíh um gerð kjarasamnings  og að gengið verði frá nýjum kjarasamningi  sem fyrst eða í síðasta lagi fyrir lok maí mánaðar.

Til baka

Þetta vefsvæði notar vafrakökur.

Lesa skilmála