Hjukrun.is-print-version

Ályktun aðalfundar Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga um kjaramál

RSSfréttir
19. maí 2011

Aðalfundur Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga haldinn 19. maí 2011 skorar á helstu viðsemjendur félagsins, fjármálaráðherra, Reykjavíkurborg og sveitarfélögin, að ganga nú þegar til samninga við hjúkrunarfræðinga eða í síðasta lagi fyrir lok maí. Ef ekki hefur verið gengið frá kjarasamningum fyrir lok maí hvetur aðalfundur Fíh samninganefnd og stjórn félagsins til að kanna grundvöll og hug félagsmanna til aðgerða eins og yfirvinnubanns eða verkfalls.

Kjarasamningar Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga (Fíh) runnu út í byrjun árs 2009. Síðan hefur lítið þokast í samkomulagsátt við helstu viðsemjendur þrátt fyrir að Fíh hafi lagt fram ýmsar hugmyndir að samkomulagi.

Áhersla samninganefndar Fíh í samningaviðræðum við viðsemjendur sína hefur verið á að gera samninga sem tryggja félagsmönnum launahækkanir sem þarf til að tryggja kaupmátt launa og að tekið sé á ýmsum réttinda- og sérmálum hjúkrunarfræðinga.

Gengið hefur verið frá samningum við aðila á almennum markaði og vilja viðsemjendur Fíh hafa þá til viðmiðunar við gerð samninga á opinberum markaði. Aðalfundur Fíh mótmælir því harðlega að búið sé að framselja samningsumboð félagsins í hendur samningsaðila á almennum markaði með þessum hætti. 

Til baka

Þetta vefsvæði notar vafrakökur.

Lesa skilmála