Hjukrun.is-print-version

2. fundur stjórnar Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga starfstímabilið 2011 – 2012

RSSfréttir
16. ágúst 2011


þriðjudaginn 16. ágúst 2011 kl. 11:00

Mættir

Elsa B. Friðfinnsdóttir, Herdís Gunnarsdóttir, Stella Hrafnkelsdóttir, Svanhildur Jónsdóttir, Ragnheiður Gunnarsdóttir, Margrét Blöndal, Gunnar Helgason, Áslaug Birna Ólafsdóttir, Aðalheiður D. Matthíasdóttir, Björk Elva Jónasdóttir, Kristín Thorberg, Guðbjörg Pálsdóttir og Hildur Einarsdóttir.

Boðuð forföll

Jóhanna Oddsdóttir, Sigríður Kristinsdóttir og Fjóla Ingimundardóttir

Gestir

Sólveig Stefánsdóttir,

Til afgreiðslu

1.           Fundargerð síðasta fundar.

Fundargerð síðasta fundar samþykkt með minniháttar breytingum.

2.           Starfslýsing fulltrúa hjúkrunarfræðinema og nýbrautskráðra hjúkrunarfræðinga.    

Starfslýsing staðfest.

Til umræðu

3.   Rekstraryfirlit jan-júlí 2011. Sólveig Stefánsdóttir.

Rekstrartekjur

Iðgjöld eru 4% yfir áætlun en hækkun iðgjalda vegna launahækkana eftir kjarasamninga kemur inn í júní.

Rekstrargjöld

Árgjöld, framlög og styrkir eru undir áætlun sem nemur 35%. Helsta ástæðan er styrkgreiðsla til svæðisdeilda sem færist í júlí 2011. Laun og tengd gjöld eru 6% yfir áætlun sem skýrist m.a af kostnaði vegna samninganefndar og að kostnaði tengt þjónustu Hagvangs vegna ráðningar fulltrúa á skrifstofu. Laun stjórnar eru 51% yfir áætlun, greitt fyrir 3 fundi, einn vinnufund og setu á aðalfundi, sem og setu varaformans í framkvæmdaráði.

Húsnæðiskostnaður er undir áætlun og skrifstofukostnaður er yfir áætlun sem að hluta skýrist vegna verðhækkana umfram spár. Aukakostnaður, liggur mest í vefumsjón sem hefur hækkað um 30%. Þetta skýrist af uppsetningar á vefverslun,

4.   Greining á tekjum sjóða og kostnaði vegna útgáfu á vegum félagsins.

Sjóðir

Orlofssjóður, aðrar tekjur orlofssjóðs eru 50% yfir áætlun og skýrist af mikilli eftirspurn eftir flugmiðum. Rekstur orlofshúsa er undir áætlun sem og laun,

Orlofsbæklingurinn reyndist yfir áætlun.

Starfsmenntunarsjóður

Framlög og styrkir eru verulega yfir áætlun sem skilar tapi upp á 3 milljónir. Nú er greitt í starfsmenntunarsjóðinn hlutfall af heildarlaunum en ekki dagvinnulaunum. Sem gerir hærri greiðslur í sjóðinn.

5.   Staðan í BHM máli/stefnu.

Staðan í BHM máli/stefnu rædd og hvaða möguleikar eru í stöðunni í framhaldi af tölvupósti frá Dýrleifu Kristjánsdóttur lögmanni. Stjórn samþykkti einróma að leita eftir því við Dýrleifu að fara í svokallað einstaklingsmál.

6.           Landflótti hjúkrunarfræðinga.

Mikil og heit umræða og ákveðið að málið krefðist undirbúnings og vandaðrar umfjöllunar. Það var ákveðið að undirbúa umræðuna betur og taka málið fyrir á næsta fundi.

7.           Tillaga um úttekt á stöðu hjúkrunar og hjúkrunarfræðinga.

Tillagan samþykkt og verður hópur um stöðu hjúkrunar og hjúkrunarfræðinga einn af starfshópum stjórnar.

8.           Hugmyndir um skiptingu stjórnar í málefnahópa.

Rædd var tillaga Kristínar Thorberg um skiptingu stjórnar í málefnahópa. Mikil umræða skapaðist um skipulag slíkrar skiptingar, hverjar kröfur og skyldur stjórnar meðlima væru í slíkri skiptingu, hversu mikil vinna fylgdi málefnahópunum og hvort stjórnar meðlimir hafi tíma aflögu í það.

Mikilvægt er að tilgangur og markmið hópanna sé ljóst sem og hver útkoman á að vera. Ákveðið að vinna betur með tillöguna og  leggja hana fyrir næsta fund. Gunnar kom með þá tillögu að stjórnin myndi setja sér markmið fyrir þetta starfsár, hafa markmiðin raunhæf, gera færri hluti betur en að gera marga illa. Taka margir undir þá umræðu.

Elsa kom með uppástungu um 3 málefnahópa,

Lagahóp  

Innra starf félagsins, tengist lagahópnum.

Staða hjúkrunar og hjúkrunarfræðinga,  er bak hópur við úttektina, tekur fyrir stéttvísi, ímynd stéttarinnar o þ.h.

Í starfi málefnahópanna er stefna félagsins grunnurinn og það sem er unnið út frá.

Kristín vinnur meira með tillöguna og stjórnamenn taka þátt í vinnunni rafrænt fram að næsta fundi.

9.           Skipun lagahóps.

3ja manna lagahópur var byrjaður að vinna á síðasta starfsári.  Vinnan fer inn í vinnuna um innra starf félagsins. Félagsmönnum verður gefinn kostur á að bjóða sig fram í vinnuna í samræmi við ákvörðun aðalfundar félagsins frá því í maí 2011.

10.       Framboð fulltrúa Fíh í stjórn EFN.

Ákveðið að bjóða ekki fram fulltrúa Fíh í stjórn EFN að sinni.

Til kynningar

11.       Önnur mál.

Gunnar óskaði eftir umræðu um laun fyrir stjórnar og nefndarsetu,  hverjar reglurnar væru sem giltu um þessar greiðslur og hvar þær væri að finna. 

Elsa lagði fram gæðaskjal um þóknun fyrir nefndarstörf á vegum Fíh.?

Rætt var að eðlilegt væri að þóknunareining miðaðist við algengasta taxta hjúkrunarfræðinga og ætlar Elsa að biðja Sólveigu að setja þetta upp og reikna út kostnaðaraukningu.

Landspítali, LSH

Í tilefni yfirlýsingar forstjóra LSH varðandi niðurskurð, sbr. Föstudagspistil hans á heimasíður spítalans 12 ágúst, ályktaði stjórn Fíh um fyrirhugaðan niðurskurð. Ályktunin var sett á vef félagsins og tilkynning send til fjölmiðla.

Fundi slitið kl 14:50

Þórunn Sævarsdóttir, ritari stjórnar Fíh.

Til baka

Þetta vefsvæði notar vafrakökur.

Lesa skilmála