Hjukrun.is-print-version

4. fundur stjórnar Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga starfstímabilið 2011 – 2012

RSSfréttir
1. nóvember 2011

þriðjudaginn 01. nóvember 2011 kl. 11:00

Mættir

Elsa B. Friðfinnsdóttir, Kristín Thorberg, Sigríður Kristinsdóttir, Hildur Einarsdóttir, Stella Hrafnkelsdóttir, Ingibjörg Þórisdóttir, Margrét Blöndal, Björk Elva Jónasdóttir, Guðbjörg Pálsdóttir, Ragnheiður Gunnarsdóttir, Herdís Gunnarsdóttir, Gunnar Helgason og Áslaug Birna Ólafsdóttir.

Boðuð forföll

Jóhanna Oddsdóttir, Svanhildur Jónsdóttir, Aðalheiður D. Matthíasdóttir, og Fjóla Ingimundardóttir

Gestur

Þórður Víkingur Friðgeirsson.

Til afgreiðslu

1.           Fundargerð síðasta fundar.

Fundargerð síðasta fundar samþykkt með minniháttar breytingum.

2.           Drög að samkomulagi milli Fíh og félagsmanns vegna annars vegar dómsmáls og hins vegar slysatryggingarmáls. Í framhaldi af uppástungu að samkomulagi Fíh við félagsmann vegna dómsmáls og slysatryggingamáls var kannað hvaða reglur gilda innan annarra stéttarfélaga -og bandalaga í sambærilegum málum. Almennt er greiddur allur kostnaður óháð tapi eða ávinningi. Ákveðið að Fíh myndi einnig gera slíkt hið sama. Uppástungunni hafnað.

3.           Útgáfa dagbókar 2012.  Könnun meðal félagsmanna, 1069 svöruðu, 70% nota dagbókina en 30% ekki. Engin breyting verður því á fyrirkomulagi varðandi dagbókina.

4.           Þóknun fyrir nefndastörf á vegum Fíh.  Vísað til framkvæmdaráðs. Áætlun varðandi nefndarstörf þarf að vera vel unnin og framsýn.

Kynning

Úttekt á stöðu hjúkrunar og hjúkrunarfræðinga – sóknaráætlun Fíh. Þórður Víkingur Friðgeirsson kynnti stöðu verkefnisins.

Þórður kynnti sig fyrir fundarmönnum og skýrði þá aðferðafræði sem hann hefur valið að nota/styðjast við,  í tengslum við úttektina á stöðu hjúkrunar og hjúkrunarfræðinga.

Markmið verkefnisin er að;

      Styrkja stöðu hjúkrunarfræðinga innan heilbrigðiskerfisins og samfélagsins á þann hátt að skili sér í betri kjörum, áhrifum og starfsaðstæðum fyrir næstu samninga

      Efla innra og ytra starf Fíh þannig að það vinni enn markvissara að stefnu sinni í þágu hjúkrunarfræðinga og verði enn mikilvægari áhrifavaldur  við ákvörðunartöku í heilbrigðiskerfinu og rekstur þess

      Auka samstöðu stéttarinnar um eigin hagsmuni, réttindi, menntun og framtíð

Helstu áætluðu vörður;

  1. Könnun til að undirbyggja verkefnið – okt-nóv 2011
  2. Stofnun stýrihóps til að skipuleggja verkefnið og taka þátt í ákvörðunartöku – nóv 2011
  3. Skilgreina verkefnið á forsendum könnunarinnar, setja fram markmið skipulag og áætlun – nóv-des 2011
  4. Kynna áætlunina – des 2011
  5. Skipa í vinnuhópa – des 2011
  6. Fyrstu vinnuhópar skipuleggja sig – des 2011
  7. Framkvæmd hefst– jan 2012-?

Til umræðu

5.           Niðurskurður í heilbrigðiskerfinu t/frumvarpi til fjárlaga 2012.  Mikil umræða, ákveðið að Elsa ljúki við grein og fái hana birta, beðið verði um fund með ráðherra og að vinnan innan stjórnarinnar haldi áfram a vefnum.

6.           Landflótti hjúkrunarfræðinga. Guðbjörg Pálsdóttir hefur framsögu, Enn gengur illa að fá upplýsingar frá fólki, beðið er um vaktaskýrslu, launaseðil, nafnlausan og röðun í launaflokk hér heima, upplýsingaöflun heldur áfram

7.           Hæfiskröfur í auglýsingum um stöður stjórnenda í hjúkrun. Herdís Gunnarsdóttir hefur framsögu, í auglýsingum eftir hjúkrunardeildarstjóra er þess almennt krafist að viðkomandi hafi lokið grunn menntun í hjúkrunarfræði, hafi 5 ára starfsreynslu, hæfni í skipulagsmálum og mannlegum samskiptum, ekki er gerð krafa um menntun né hæfni í stjórnun og rekstri. Tillaga sett fram um að félagið leggi fram tilmæli um að fyrir stjórnunarstöðu í hjúkrun verði krafist að lámarki meistaragráðu. Mikilvægt að bregðast við þessu, sérstaklega í ljósi þess að framundan eru miklar breytingar varðandi stjórnun í hjúkrun. 

8.           Fulltrúar Fíh í stjórn Lífeyrissjóðs hjúkrunarfræðinga. Stjórn sjóðsins er skipuð 4 mönnum 2 skipaðir af ráðherra og 2 af stjórn Fíh, löng hefð er fyrir að formaður sitji í stjórninni ásamt öðrum fulltrúa félagsmanna. Störf stjórnarmanna hafa breyst mikið frá hruni, sem og kröfur til stjórnarmanna. Ábyrgð stjórnarmanna er mikil og eru þeir ábyrgir fyrir að afla sér allra upplýsinga fyrir öll mál sem tekin  eru fyrir. Sett er fram sú hugmynd að fjármálastjór félagsins sitji í stjórn Lífeyrissjóðs hjúkrunarfræðinga fyrir hönd félagsins, að öðrum kosti sitji félagsmaður í Fíh,  mikilvægt er að velja vel í þessa stöðu og eru stjórnarmenn beðnir að hugsa um nöfn og tillögur að fulltrúum.

9.           Endurskoðun reikninga 2011. BDO Ísland, endurskoðunar skrifstofa, er að skoða upplýsingar um félagið og mun gera félaginu tilboð um endurskoðun og ráðgjöf, tillaga um að framkvæmdaráð taki síðan ákvörðun. Tillaga kom fram um að fá tilboð frá fleiri fyrirtækjum.

10.       Jólafundur stjórnar. Tillaga samþykkt um að jólafundurinn verði haldinn utanhúss og með jólaveitingum.

Til kynningar

11.       Skýrsla formanns frá EFN fundi 6.-7. október 2011. Samstarf og tillögur um  lágmarksmenntun hjúkrunarfræðinga

12.       Önnur mál. Erindi frá vinnudeilusjóði. Hildur Einarsdóttir var skipuð formaður á fyrsta fundi stjórnar vinnudeilusjóðs. Fram kom tillaga á fundi stjórnarinnar um að fresta gildistöku samþykktar síðasta aðalfundar Fíh um að hefja greiðslur á framlagi í sjóðinn.  Ákveðið að stjórn Vinnudeilusjóðs ræði þetta betur.  

Fundi slitið kl. 14:25

Þórunn Sævarsdóttir, ritari stjórnar Fíh.

Til baka

Þetta vefsvæði notar vafrakökur.

Lesa skilmála