Reykjavík 17. nóvember 2011
Nefndarsvið Alþingis
Austurstræti 8-10
150 Reykjavík
Efni: Umsögn um tillögu til þingsályktunar um norræna hollustumerkið Skráargatið.
Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga (Fíh) þakkar fyrir að fá tækifæri til að veita umsögn um tillögu til þingsályktunar um norræna hollustumerkið Skráargatið.
Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga lýsir yfir ánægju sinni og fullum stuðningi við þingsályktunartillöguna þar sem hún er byggð á grundvelli heilbrigðissjónarmiða og í fullu samræmi við hugmyndafræði og stefnu Fíh í hjúkrunar- og heilbrigðismálum. Í stefnu félagsins er lögð áhersla á heilsueflingu, samfélagslega ábyrgð og sjálfsábyrgð einstaklingsins á eigin heilsu og lífsstíl.
Með því að nota norræna hollustumerkið Skráargatið hér á landi má auka þekkingu einstaklinga á innihaldi matvara sem framleiddar eru hér á landi svo og annars staðar og auðvelda þannig almenningi val á hollari vörum.
Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga hvetur stjórnvöld til að auka enn á möguleika landsmanna til að velja hollari vörur með verðstýringu á því sviði.
Með kveðju.
F.h. Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga
Aðalbjörg J. Finnbogadóttir, RN, MSc
Sviðstjóri fagsviðs
Félag íslenskra hjúkrunarfæðinga