Reykjavík 5. desember 2011
Nefndarsvið Alþingis
Austurstræti 8-10
150 Reykjavík
Efni: Umsögn um tillögu til þingsályktunar um reglubundnar árlegar heimsóknir til eldri borgara í forvarnarskyni
Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga (Fíh) þakkar fyrir að fá tækifæri til að veita umsögn um tillögu til þingsályktunar um reglubundnar árlegar heimsóknir til eldri borgara í forvarnarskyni.
Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga lýsir yfir ánægju sinni og stuðningi við þingsályktunartillöguna þar sem hún er byggð á grundvelli forvarna og lýðheilsu og er í fullu samræmi við hugmyndafræði og stefnu Fíh í hjúkrunar- og heilbrigðismálum. Í stefnu félagsins er lögð áhersla á heilsueflingu, forvarnir, samfélagslega ábyrgð og sjálfsábyrgð einstaklingsins á eigin heilsu og lífsstíl.
Fíh telur að skilgreina ætti heilsueflandi heimsóknir til eldri borgara sem hluta af grunnþjónustunni sem heilsugæslan hefði umsjón með. Þannig næðist fram hagræðing.
Fíh hvetur til þess að þessu verkefni verði komið fyrir innan Heimaþjónustu Reykjavíkurborar og á heilsugæslustöðvum út um allt land í stað þess að búa til sérstakt kerfi til að sinna því. Á heilsugæslustöðvunum og í heimaþjónustu Reykjavíkurborgar liggur fagleg þekking til að meta þarfir eldri borgara og þar er einnig stjórnskipulag og mannafli til að bæði meta og sinna þörfum þeirra.
Fíh legur áherslu á að við fjármögnun þessa verkefnis verið ekki dregið úr fjárveitingum til annarrar þjónustu við aldraða.
Með kveðju.
F.h. Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga
Aðalbjörg J. Finnbogadóttir, RN, MSc
Sviðstjóri fagsviðs
Félag íslenskra hjúkrunarfæðinga