Hjukrun.is-print-version

5. fundur stjórnar Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga starfstímabilið 2011 – 2012

RSSfréttir
6. desember2011

þriðjudaginn 06. desember 2011 kl. 11:00

Mættir

Elsa B. Friðfinnsdóttir, Fjóla Ingimundardóttir,  Jóhanna Oddsdóttir,  Ingibjörg Þórisdóttir,  Stella Hrafnkelsdóttir,  Sigríður Kristinsdóttir,  Svanhildur Jónsdóttir , Hildur Einarsdóttir, Guðbjörg Pálsdóttir, Ragnheiður Gunnarsdóttir, Kristín Thorberg, Herdís Gunnarsdóttir, Margrét Blöndal, og Björk Elva Jónasdóttir

Boðuð forföll

Gunnar Helgason, Aðalheiður D. Matthíasdóttir og Áslaug Birna Ólafsdóttir.

Til afgreiðslu

1.           Fundargerð síðasta fundar.

Fundargerð síðasta fundar samþykkt með breytingum.

2.           Skipun fulltrúa Fíh í stjórn Lífeyrissjóð hjúkrunarfræðinga (LH).  

Fíh skipar tvo stjórnarmenn í stjórn LH og tvo til vara. Skipunin er til þriggja ára frá 1. janúar 2012. Tilnefndar hafa verið, Herdís Gunnarsdóttir og Ragnheiður Gunnarsdóttir í stjórn og Hildur Einarsdóttir og Cecilie Björgvinsdóttir til vara. Tillagan samþykkt.

Til umræðu

3.           Tillaga að breyttum reglum varðandi afhendingu félagsnælunnar.

Tekin til fyrstu umræðu sú hugmynd að láta framleiða góða en ódýra nælu sem hjúkrunarfræðingum yrði gefin við inngöngu í félagið. Er í vinnslu.

3.   Tillaga frá lagahópi stjórnar Fíh.

Kristín Thorberg kynnti tillögur lagahóps Fíh. Lagahópurinn hefur það hlutverk að sníða agnúa af  lögum félagsins, sem tóku gildi 2009. Kristín fór stuttlega yfir þær breytingatillögur sem hópurinn setur fram og sendir á stjórnina. Tillögurnar verða teknar fyrir á næsta fundi stjórnar Fíh 17. jánúar 2012.

4.   Landflótti hjúkrunarfræðinga.

Guðbjörg Pálsdóttir hefur framsögu. Erfiðlega hefur gengið að fá upplýsingar um launakjör hjúkrunarfræðinga sem starfa í skamman tíma í Noregi. 4 hjúkrunarfræðingar hafa nú lagt fram launaseðla sína til samanburðar við þau kjör sem bjóðast hér á landi og sviðstjóri kjara- og réttindasviðs unnið úr þeim gögnum. Þessir hjúkrunarfræðingar voru flestir að fara til skemmri dvalar, þ.e. 6-10 daga í senn og fá þeir greiddar ferðir og húsnæði. Nokkru munar í launum á milli landanna og ræður gengið þar mestu.   

5.           Staðan í öldrunarhjúkrun.

Ingibjörg Þórisdóttir kynnir stöðu mála í öldrunarhjúkrun. Helstu starfssvið hjúkrunarfræðinga í öldrunarþjónustunni eru á hjúkrunar -og dvalarheimilum, dagþjálfun, heimahjúkrun, Heimaþjónustu Reykjavíkur, LSH-Landakoti. Yfirmaður hjúkrunar ber faglega, stjórnunarlega og rekstrarlega ábyrgð á þeirri hjúkrunarþjónustu sem veitt er. Áherslur Landlæknisembættisins varðandi heilbrigðisþjónustu á hjúkrunarheimilum beinast að því að tryggja vellíðan íbúa og viðhalda færni þeirra eins og frekast er unnt og jafnframt draga úr framþróun sjúkdóma og fylgikvilla. Einnig er mikilvægt að stuðla að sem mestum lífsgæðum íbúanna.

Ljóst er að hjúkrunarheimilin eru misvel í stakk búin til að mæta þessum áherslum. Ýmsar ógnanir steðja að öldrunarhjúkrun s.s. skert daggjöld til hjúkrunar -og dvalarheimila og fækkun hjúkrunarfræðinga á hjúkrunarheimilum. En einnig eru ýmis og margvísleg tækifæri innan öldrunarþjónustunnar s.s. uppbygging og breyting hjúkrunarheimila, og aðkoma hjúkrunarfræðinga að því. Þróun á verkefnum í heimahjúkrun og þróun RAI matsins svo eitthvað sé nefnt. Stefnt að því að bjóða hjúkrunarstjórnendum í öldrunarþjónustu á samráðsfund í félaginu í tengslum við næsta stjórnarfund.

6.           Framboð í stjórn ICN.

Stjórn Fíh styður að Elsa B Friðfinnsdóttir gefi kost á sér í stjórn ICN tímabilið 2013-2017.

Til kynningar

7.           Önnur mál.

Frá vinnudeilusjóði Fíh var erindi um frestun á framkvæmd samþykktar aðalfundar um greiðslu í vinnudeilusjóð. Tillagan var felld.

Frá fjárfestingarráðgjafa Fíh hjá Íslenska verðbréfamarkaðnum. Frá árinu 2008 hefur Fíh aðallega fjárfest í ríkisskuldabréfum. Fjárfestingarráðgjafi félagsins leggur til að vægi innlendra skuldabréfa og sömuleiðis innlendra hlutabréfa sé aukið. Stjórnin samþykkir að auka vægi innlendra skuldabréfa en halda áfram varkáru línunni varðandi vægi innlendra hlutabréfa

Fundi slitið kl 14:30

Þórunn Sævarsdóttir, ritari stjórnar Fíh.

Til baka

Þetta vefsvæði notar vafrakökur.

Lesa skilmála