Hjukrun.is-print-version

6. fundur stjórnar Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga starfstímabilið 2011 – 2012

RSSfréttir
17. janúar 2012

þriðjudaginn 17. janúar 2012 kl. 11:00

Mættir

Elsa B Friðfinnsdóttir, Kristín Thorberg, Aðalheiður D. Matthíasdóttir, Ragnheiður Gunnarsdóttir, Svanhildur Jónsdóttir, Sigríður Kristinsdóttir, Hildur Einarsdóttir, Margrét Blöndal, Gunnar Helgason, Ingibjörg Halla Þórisdóttir, Björk Elva Jónasdóttir, Fjóla Ingimundardóttir, Herdís Gunnarsdóttir, Guðbjörg Pálsdóttir, Jóhanna Oddsdóttir í fjarfundi og fundarritari Þórunn Sævarsdóttir

Boðuð forföll

Áslaug Birna Ólafsdóttir og Stella S Hrafnkelsdóttir.

Til afgreiðslu

1.   Fundargerð síðasta fundar.

Samþykkt með þeim breytingartillögum sem komnar eru.

2.   Staðfesting starfslýsingar umsjónarmanns eigna Orlofssjóðs Fíh.

Starfslýsing samþykkt án athugasemda.

3.   Endurskoðun niðurskurðar í rekstri frá janúar 2009

Á fundi stjórnar Fíh 26 janúar 2009 (sjá fundargerð á vef Fíh) voru teknar ákvarðanir um niðurskurð á rekstri félagsins sem nú eru teknar til endurskoðunar:

Ímyndarverkefnið er aftur komið inn í breyttu formi sem verkefni unnið í samvinnu við  Þórð Víking Friðgeirsson um stöðu hjúkrunar í samfélaginu í dag.

Áfram er leitast við að halda ferðum erlendis í lágmarki.

Varðandi sumarlokanir var ákveðið að halda óbreyttu fyrirkomulagi með 3ja vikna lokun skrifstofu félagsins

Varaformaður, gjaldkeri og ritari stjórnar Fíh munu koma með tillögu varðandi laun formanns í samræmi við reglur félagsins þar að lútandi.

Til umræðu

4.   Rekstaryfirlit vegna ársins 2011. Sólveig Stefánsdóttir, fjármálastjóri kemur á fundinn kl. 11:20 og situr fund vegna dagskrárliða 4-6.

Sólveig fór yfir rekstraryfirlit og áætlun félagssjóðs Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga. Reksturinn stendur vel og var mjög nálægt áætlun, hagnaður ársins var 1.440.830 kr. Rekstrartölur eru ekki endanlegar þar sem eitthvað á eftir að koma inn, bæði hvað varðar tekjur og gjöld og geta því komið til einhverjar smávægilegar breytingar. Einhverjir þættir eru að einhverju leiti yfir og aðrir undir, en í heildina eru flestir þættir á áætlun og reksturinn í góðum málum.

5.   Fjárhagsáætlun fyrir 2012 – fyrstu drög.

Fjárhagsáætlun ársins 2012 gerir einnig ráð fyrir hallalausum rekstri og í raun hagnaði, um u.þ.b. 5 milljónir. Áfram er gert ráð fyrir aðhaldi í rekstri í samræmi við ákvarðanir um niðurskurð frá árinu 2009, fyrir utan launaliðinn. Engin breyting hefur orðið á launum starfsfólks frá árinu 2009 en í ár verður gert ráð fyrir að laun hækki. Tillegg sjóða félagsins til félagssjóðs þarfnast endurskoðunar. Mikil aukning hefur orðið á umsvifum orlofssjóðs og samfara því aukið álag á starfsfólk. Tillegg orlofssjóðs er of lágt þegar liti er til þess hversu mikill tími starfsmanns fer í að sinna honum. Fjármálastjóri leggur til að tillegg sjóðsins í félagssjóð verði hækkað og mun hann ásamt formanni bera þetta upp við stjórn orlofssjóðs.

6.   Tillaga frá lagahópi stjórnar.

Starfandi hefur verið hópur sem hefur það hlutverk að endurskoða lög félagsins, sníða af þeim helstu vankanta og leggja breytingar fyrir aðalfund 2012. Farið var yfir tillögur hópsins, miklar umræður sköpuðust. Talið að þetta væri of stórt mál til að fjalla um á stuttum tíma og ákveðið að boða til aukafundar eftir tvær vikur sem eingöngu myndi fjalla um tillögur að breytingum á lögum.

7.   Breyttur fundartími stjórnar.

Engar óskir komu fram varðandi breytingar á fundartíma, hann verður því óbreyttur, kl 11:00 til 14:00.

Til kynningar

8.   Gæðaskjal – þóknun fyrir setu á stjórnarfundum Fíh.

Lagt fram gæðaskjal um þóknun fyrir setu á stjórnarfundum Fíh. Gert er ráð fyrir að stjórnarmenn fái greiddar 2 klst í undirbúning fyrir hvern fund, og fyrir hverja klukkustund á fundi samkvæmt launaflokki 10:4. Vararformaður, gjaldkeri og ritari fá greiddar 4 klukkustundir í undirbúning og frágang. Gæðaskjalið samþykkt.

9.   Staðan í BHM málum.

Beðið eftir gagnrökum BHM varðandi styrktarsjóðinn og síðan verður farið af stað með sjúkrasjóðinn

10.       Mikilvægar dagsetningar vegna aðalfundar 2012.

Lagt fram skjal með mikilvægum dagsetningum vegna aðalfundar 2012

11.       Önnur mál.

Engin mál voru undir liðnum önnur mál.

Fundi slitið kl 14:10

Þórunn Sævarsdóttir, ritari stjórnar Fíh.

Til baka

Þetta vefsvæði notar vafrakökur.

Lesa skilmála